Ég á 2 rosalega sætar finkur. Önnur er bleik en hin blá. Þær eru rosalega þægileg gæludýr, lítill skítur í kringum þær og ekkert garg eins og í páfagaukunum, bara lítið tíst við og við, ef maður flautar á þær, eða ef þær heyra í fuglunum úti. Rosalega krúttilegar semsagt. En svo kemur að formúlu helgi… og þá hitnar heldur betur í kolunum hjá þeim. Þeim finnst nefnilega formúlan alveg rosalega skemmtileg - þ.e.a.s. bílahljóðin væntanlega! Þá byrja þær að dansa vilt og galið og syngja hástöfum. Mér finnst þetta ægilega fyndið… ;) Hafa fleiri svipaðar sögur af dýrunum sínum???
- www.dobermann.name -