Fyrir um það bil mánuði keypti ég mér notað fiskabúr, ok, allt í lagi með það, flott búr og allt það.
En málið er að með því fylgdu ýmsir hlutir, dæla, loft pumpa og hitari t.d. Allt þetta alveg ógeðslega skítugt, núna í gær nennti ég loksins að þrífa dæluna og setja hana í gang, hún var alveg ógeðsleg, skíturinn búinn að festa sig í dæluna svo vel að það er ekki hægt að ná öllu þessu græna af, en eftir 2 tíma af dæluþrifnaði þá var það loksins búið, ég setti hana í samband.
Hún virkar varla!!!! Hún sogar ekki neitt, og þar af leiðandi þrífur ekki neitt, ég var að spá hvort einhver hérna ætti svona dælu, trio 3000 heitir hún, og gæti þá sagt mér hvort þetta séu bara svona lélegar dælur eða hvort hún sé eitthvað vitlaust sett saman hjá mér, eða er kannski eitthvað trick? Ég vona að ég heyri eitthvað frá öðrum eiganda!!
Just ask yourself: WWCD!