Mig langar geðveikt í gæludýr =( hef átt 2 ketti en þeir dóu báðir :'(

sá fyrri hét Bína og var fágaðasti og gáfaðasti köttur sem ég veit um =) hún kunni að opna gluggann og banka á hann ef hún komst ekki inn, þurftum ekki einu sinni kattalúgu fyrir hana, notaði bara gluggana ;)

en já, mig langar geðveikt í eitthvað dýr sem er ekki of stórt, helst engin lykt o.O (t.d. eins og lyktin af naggrísum er ógeðsleg :) og helst ekkert mikið vesen að sjá um, köttur er einn kostur… en mig langar í eitthvað annað dýr og þá kemur kosturinn fiskar, sem mér finnst mjög spennandi en þá fengi ég sennilega leið á bara fiskum og myndi vilja fá eitthvað fleira í búrið t.d. eðlu eða frosk, en þarf þá ekki að stilla hitann eitthvað sérstaklega? og er ekkert vesen að sjá um þá?

en já, þessi 2 eru einu sem mér dettur í hug… =( endilega koma með hugmyndir.