Mér var gefinn hamstur í afmælisgjöf fyrir skemmstu. Góð gjöf, þar sem ég þurfti að kaupa búr undir hann og tilheyrandi. Allavega, ég er búinn að setja sag í búrið hjá honum og mat í skál, hann er með hús og hlaupahjól og vatnsbrúsa… Þarf eitthvað meira? Þarf eitthvað að leika við þessi kvikindi? Lifir hann ekki bara ágætislífi við þessar aðstæður? Hvað þarf að þrífa búrið oft hjá honum?
Hmmm?