Ég á æðislega góðan dverghamstur sem heitir Píla pína, ég fékk hana í nóvember og þá var hún bara ungi og ofboðslega hrædd… Núna er hún búin að venjast okkur og allir á heimilinu elska hana ;) Fyrir stuttu tók ég eftir því að hún var orðin sköllótt hjá öðrum afturfætinum… núna er þetta að breiðast út og hún er með skalla bletti um allt og sérstaklega undir sér, en ekki mikið oná sér… Hvað getur þetta eiginlega verið? á ég að fara með hana til dýralæknis??? hún virðist vera hress og það eru engin sár á henni, hún er bara sköllótt!!!
Bestu kveðjur Peach Girl