Sko.
Ég er að passa hamstur vinkonu minnar, hana Seríu, og í gær þegar ég var að fara að sofa tók ég eftir því að hún (Sería) er frekar spræk og hleypur í hjólinu sínu og nagar búrið eins og ég veit ekki hvað.. sem er alveg eðlilegt, er það ekki? :)
Og ég fór að hugsa.. Ég á líka hamstur sem heitir Moli og verður tveggja ára í haust (Sería er eitthvað álíka gömul). En, já, ég fór sem sagt að pæla, ég hef nefninlega ekki séð Mola hlaupa né naga soldð lengi, hann er reyndar þrífættur.. er það útaf því? eða er þetta elli? eða er hann bara svona latur? veit það einhver? :S :I<br><br>Kv. Lopapeysa