Ég hef verið að hugsa, þar sem einn vinur minn sagði að þegar öngull fer í fisk, þá finnst fiskinum það bara smá óþægilegt. En er hægt að segja það? Við mennirnir erum líka dýr og höfum nokkuð líka líkamsbyggingu og þau (kannski ekki fiskar, frekar spendýr). Ef þau meiðast finna þau þá ekki jafnvel til og ef við meiðumst? Sama með andlegar tilfinningar. Ef við skömmum hund eða kött, líður þeim þá illa og verða t.d. fúlir útí mann. Þessi grein gæti jafnvel farið í heimsspeki þar sem erfitt er að sanna nokkuð af þessu.

Farin að knúsa köttinn, (GOTTI FLOTTI, kötturinn sem borðar ost) :)
Skellur (Ég er kvk!!!)