Kæru hugarar
Nú er ég ekki búin að senda inn grein lengi um dýr.
Það er yfirleitt sem er talað um eitthvað sérefni hér eins og ketti(sérgrein um þá), hunda(sér grein um þá) og svo lengi mátti telja. Það er kannski því að það væri fátt sem við gætum fjallað um en ég ætla að fjalla um Spendýr.
Flest spendýr ganga á fjórum fótum. Maðurinn gengur uppréttur á tveimur fótum og sumir apar líka en þeir nota hendurnar til að styðja sig. Hundar og kettir hafa loppur, hestar ganga á hófum og kýr og kindur á klaufum.
Það sýnir að öll spendýr eru ekki með eins lappir en öll spendýr hafa spena og ala afkvæmi sín á mjólk, fæða lifandi afkvæmi,anda með lungum og hugsa vel um afkvæmi sín.
Við mennirnir erum líka spendýr og það er eins að kona gefur barni sínu á brjóst eins og kýrin gefur kálfunum að drekka á spena en öll kvenkyns spendýr eru með mjólkurkirtla.
En ég held nú að flestir hafi nú vitað þetta áður og hafa kannski ekki verið mikið fróðari eftir þessa grein.
Kv. Hallat