Jæja, eftir 8 vikna bið eftir nýrri sendingu af kanarífuglum hjá Fiskó fór ég loks á föstudag til að velja kærustu handa fuglinum mínum sem ég átti fyrir. Eins og kannski einhverjir vita er svolítið mál að vita hvort kanarífugl er karl eða kona, því eini munurinn er að karlinn syngur en ekki konan. Ég var semsagt búin að standa heillengi í búðinni og reyna að fylgjast með því hverjir sungu ekki, en það var dálítið erfitt því allir voru þeir gulir og svo áttu þeir til að fjúga allir upp í einu og þá vissi maður ekkert lengur hver var hvar. En svo var ég loksins búin að plotta einn sem ég var alveg viss um að væri kona. Ég keypti hann og dreif mig heim með hana full eftirvæntingar um hvað myndi gerast. En svo um leið og “hún” stökk út úr kassanum og inn í búrið til fuglsins míns fór hann að syngja! Ég er semsagt núna með par af guy kanarífuglum :Þ En Nova minn var engu að síður himinlifandi yfir að fá félagskap og var farinn að mata hann og söng svo fyrir hann langt fram á nótt. Það var ekkert smá sætt! Núna er að vísu kominn smá karlremba í þá og það verður stundum slagsmál um hver sé húsbóndinn í þessu búri. Ég veit ekki alveg hvort ég ætti að skipta honum eða leyfa þeim bara að vera guy, því þeir eru nú oftast ágætir vinir.
En ég er ekki búin að framkalla filmuna af þeim leika sér, en ég sendi inn mynd af þeim fljótlega.
- www.dobermann.name -