Ég (við)eigum 3 kisur, fyrst er að nefna húsköttinn okkar hún er 2 ára inniköttur og heitir villimey og er alveg sérstaklega skemmtileg og mikill karakter, sennilega er hún einhver síamsblanda án þess að ég viti það fyrir víst.Hún þarf mikið að spjalla og þá sérstaklega ef það eru gestir þá á hún sinn stól í eldhúsinu og rekur viðkomandi hiklaust úr sæti ef svo ber undir,hún er mjög skapmikil og lætur ekkert yfir sig vaða.(Get þar af leiðandi ekki farið með hana á sýninguna í oktober þó að það væri nú gaman því að hún er mjög falleg)
Svo fékk ég litla hefðardömu frá bláskjás hún er tæplega 8 mánaða,seal tortoiseshell colorpoint og heitir jasmin og er algert æði.hún hefur ekki eins sterk karakter einkenni eins og villimey en er mjög sérstök samt sem áður. Hún á sér til dæmis gæludýr sem er ljónshaus(lyklakippa) og það á hún alveg ein hausinn felur hún og ef einhver vogar sér að taka hann þá er hún mætt á svæðið,tekur hann og felur. hún átti sko ekki 7 dagana sæla þegar að hún flutti til okkar því að Villimey varð mjög geðvond yfir þessu öllu saman og hvæsti og urraði,þurfti ég meðal annars að vera með 2 kattasandskassa til að byrja með. en þetta lagaðist á einhverjum vikum og í dag eru þær mjög góðar vinkonur, en þá kom Drapi. Hann er hálfbróðir jasminar og er að verða 7 mánaða (samfeðra) en hann er bara búinn að vera hér hjá okkur í tæpan mánuð. Hann er alger sjarmur þó sóði sé, hann er svo latur að hann liggur bara í þeirri stellingu sem maður leggur hann í.Það besta sem hann veit er að borða og drekka og mikið af því og hefur miklar áhyggjur af því að vatnið verði klárað frá honum og sefur þar af leiðandi oft með hausinn ofan í vatninu (sem er nú kannski ekki alveg það snyrtilegasta)hann er nær undantekningarlaust með blautann kragann. Hef einmitt mikið velt því fyrir mér hvernig ég eigi að halda honum fínum fyrir og á sýningunni í oktober, því ekki er hægt að láta hann fasta alveg!
Drapi hefur þurft að glíma við sama vandamál og jasmin þ.e.s. Villimey hefur lagt hann í einelti síðan hann kom (hefur þó skánað mikið)og jasmin tók þátt í þessu til að byrja með en þá aðeins ef Villimey sá til svona eins og til að halda henni góðri eða detta ekki í niður í áliti en það jafnaði sig nú bara á 2-3 dögum. Í dag eru þau mjög góðir vinir. Drapi er mikið meiri félagsvera en jasmin og situr oft hjá manni og spjallar um heima og geima.
Við ætlum að fara á sýninguna í okt.
Jæja ég læt þetta duga um mína yndislegu kisur í bili
Kveðja sigauni
Gaman væri að heyra hverjir ætla að fara kynjakatta sýninguna og svo hverjir ætla að taka þátt