Þessi grein er eiginlega framhaldsgrein af þessari <a
href=http://www.hugi.is/dyr/korkar.php?sMonitor=viewp ost&iP
ostID=641229&iBoardID=290<hérna</a>
endilega lesið hana.

Við sem sagt fengum okkur hamstur, sem svo eignaðist unga
og hefur þá verið barnaður í gæludýrabúðinni.
Nú jæja allt gekk vel, ungarnir urðu virkilega sætir og
krúttulegir, en við urðum að skila tvemur, þessum karlkyns
gumma páls og víflil og héldum því bara móðurinni, Fenris, og
dótturuinni Svönu. Annars hefði getað orðið smá sifjaspell í
gangi og ungarnir eignast fleiri unga með hvorum öðrum.
Svo þegar að við erum með smá fjáröflun niðri í kolaporti og
nokkrir skátanna fóru niðrí skátaheimili til að sækja eitthvað
og gefa fenris og svönu að borða hringir theFenris
(huganafnið hans) í mig og segir. -Inga ég veit ekki hvort ég á
að hlægja eða gráta. -Nú? eru hamstrarnir dauðir? -Nei,
hérna…….
Nú sjá vinir mínir mig hreinlega springa úr hlátri, ég rétti
annarri síman, algerlega grenjandi úr hlátri, fólkið í
kolaportinu horfir á okkur eins og við séum skrítin og það
sama fer fyrir henni, allir hinir skátarnir skilja ekki neitt í neinu
og ég loksins styn upp úr mér

“Fenris eignaðist 7 hamstraunga til viðbótar!”