Einu sinni átti ég hamstur sem hét Bingó. Hann var dökkbrúnn, ljósbrúnn og hvítur með rosa sæt augu. Ég fékk hann þegar ég var fimm ára. Bingó varð ekki einu sinni eins árs því að hann dó rétt fyrir afmælið sitt. Við leyfðum honum alltaf að vera laus inni í herbergi systur minnar smá stund á dag og einu sinni slapp hann út úr herberginu og komst næstum því út. Inni í herbergi systur minnar, við sáum það þegar hún var að breyta herberginu sínu, að hann hafði eitt hornið undir rúminu sem klósett og það var lítil hrúga af hamstraskít þar. Einu sinni var systir mín að fara út og Bingó var hinu megin í herberginu. Þegar hún opnaði dyrnar hljóp hann að dyrunum og lenti akkurat á milli hurðarinnar og veggjarins þegar hún lokaði. Það var rosalega sorglegt, hann var svo sætur þegar hann dó, með opin augu. Við jörðuðum hann í garði frænku minnar og frænda. Svo fluttu þau og ég man ekki einu sinni hvernig leiðið leit út.