Ólíkt því sem margir halda eru skriðdýr og önnur framandi dýr oft mjög skemmtileg gæludýr. Fólk hefur oft ákveðnar skoðanir um það sem það þekkir ekki t.d. halda margir að slöngur séu slímugar og ógeðslegar viðkomu, sem gæti ekki verið fjær sannleikanum.
Kyrkislöngur eru tiltölulega algeng gæludýr úti í heimi og þónokkuð er um þær hér heima þó að þær séu ólöglegar, algengustu tegundaflokkarnir eru Python, Boa, Cornsnake, Milksnake og Ratsnake, Python og Boa eru í síðan í slönguflokk en Cornsnake, Milksnake og Ratsnake í snákaflokk.
Þessar slöngur eru til í öllum stærðum eða frá 80cm – 9m ! stærri tegundirnar eru reyndar ekki hentugar sem gæludýr nema fyrir alvana menn og ættu aldrei að vera færri en 3-4 hjálparmenn þegar eitthvað þarf að athafnast með þær.
Þær tegundir sem eru til á Íslandi eru yfirleitt ekki yfir 2m nema með örfáum undantekningum og þar sem svona gæludýrahald er bannað á Íslandi er oft erfitt að verða sér úti um aðstoð þegar maður er komin með dýr sem maður ræður ekki við.
Hinsvegar eru algengustu tegundirnar hér mjög skemmtileg dýr í hæfilegri stærð sem gaman er að eiga, og ekki hættuleg neinum !
Eins og flestir vita veldur fáfræði oft ótta og þannig er það í flestum tilvikum hérlendis með þessi dýr, margir óttast sjúkdóma, sem þú í rauninni getur fengið hvar sem er, svo sem salmonellu sem þú getur alveg eins fengið úr kvöldmatnum þínum því það er alls ekki þannig að allar slöngur og eðlur beri með sér salmonellu eins og oft er gefið í skyn! Og með því að leyfa þessi dýr í landinu gætu eigendur þeirra fengið dýralæknaaðstoð til að koma í veg fyrir sjúkdóma og smithættu. Reyndar eru slöngur og eðlur með kalt blóð og því fáir sjúkdómar sem þau geta borið í okkur. En eins og með öll dýr er gott að hafa hreinlætið í fyrirrúmi.
Slöngur borða nagdýr t.d. mýs, hamstra og jafnvel stærri nagdýr (fyrir stærri tegundirnar) mörgum finnst það frekar ógeðfellt en í rauninni er það ekkert frábrugðið því sem við gerum þó að við látum sláturhúsin um að slátra þessu fyrir okkur,þetta er bara “circle of life”, þær þurfa að borða á c.a 2-4 vikna fresti en slönguungar borða yfirleitt 1 sinni í viku, sumar tegundir eiga það reyndar til að svelta sig í allt að ári og er það fullkomlega eðlilegt.
Gæta skal þess að það sé alltaf nóg af vatni hjá þeim (drykkjarvatni og jafnvel líka til að liggja í) og gott rakastig, hiti á yfirleitt að vera 28-30° á daginn en það er þó aðeins misjafnt meðal tegunda, á nóttunni má svo hiti fara niður í stofuhita eða 20-22°. Búr þurfa ekki að vera mjög stór en þó þannig að slangan geti aðeins hreyft sig en annars þurfa þær ekki mikið hreyfipláss.
Ekki má halda á slöngum 1-2 sólarhringa eftir að þær borða þar sem þær eru með mjög viðkvæmt meltingarkerfi.
Um eðlur gilda mjög líkar reglur í sambandi við hitastig og raka. Eðlur eru hinsvegar oft grænmetisætur en borða líka pöddur eins og flugur og krybbur og mörgum þeirra finnst fiskur og rækjur algjört nammi. Algengustu eðlurnar hérlendis eru sennilega Iguana eðlurnar, þessar grænu stóru sem maður sér alltaf í bío :) Þær geta orðið allt að 1 ½ m og ansi kröftugar, þær nota halann oft til að slá frá sér, en eru þó ekki hættulegar.

Þetta voru svona örlitlar upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga á þessum dýrum ef það er eitthvað sem þið viljið spyrja um skal ég gera mitt besta :)

Kv.
Isiss