Núna um daginn vorum við vinirnir að tala saman um gæludýrin okkar og deila sögum um þau. Þá væntanlega man ég eftir mínu gæludýri sem var naggrís og hét Tommi.

Fyrir 14 árum fékk ég Tomma í 6 ára afmælisgjöf frá foreldrum mínum(aðalega útaf því að ég vara alltaf að kvarta út af því að ég væri alltaf einn en eingin bróðir né sistir. Annars hefði ég sætt mig við gæludýr!).

Ég man eftir því að ég kom heim með foreldrunum og labbaði inn í herbeggi og sá kassa með laki yfir(væntanlega varð forrvitinn) og tók lakið af og þar var hann.

Ég skírði Tomma í höfuðið á besta vini mínum Tomma í leikskóla (veit ekki akkuru).

Reyndar fótbraut ég hann eitt skiptið, þannig var það að ég sá pabba oft taka Tomma upp með einumlófa og hallda þannig á honum! Ég héllt ég gæti það sama og settist upp í rúm (sem var mjög hátt)og hann varð hræddur og stökk úr lófanum og …byrjaði að halltra eftir það! En þetta bjargaðist…það þurfti ekki að svæfa hann! :)

Í raun er einginn tilgangur með þessari grein nema að aðeins að minnast Tomma því að það eru kominn 8 ár síðan hann dó í þessari viku….en það sem við vinirnir vorum að hlægja messt útaf því að þegar ég var í skóla þá einu ritgerðirnar sem komu frá mér hétu “Dagur með Tomma” og “Ég og Tommi”.

En eftir dauða hanns þá fattaði ég….ef maður getur elskað gæludýr svona mikið….hvernig verður það þá þegar foreldrar,vinir eða sistkinni deija?