Ég er ein af þeim sem hef átt í alveg hrikalegum vandamálum að finna út hvað mig langar að verða þegar ég verð stór. Eftir strúdentsprófið mitt vorið 2001 ákvað ég að taka mér ársfrí til að hugsa minn gang, en að loknu ári var ég gjörsamlega jafn clueless! Ég útskrifaðist af viðskiptabraut og þess vegna ætlaði ég að fara í viðskiptafræði bara til að læra eitthvað. Svo fannst mér það eitthvað svo óspennandi og þá sótti ég um lögfræði, en var alltaf svolítið hikandi, fannst þetta kannski alveg ég, en langar samt svo í skóla aftur og fannst þetta kannski svo með áhugaverðasta sem í boði var hérlendis. Svo, fyrir einhverjum árum síðan, var einhver að reyna að hjálpa með þetta og spurði um áhugamál og þessháttar, og ég verð að segja að dýr er svona stærðsti áhugaparturinn í mér, gjörsamlega dýrka þau! :) Þá var ég náttúrulega spurð hversvegna ekki dýralæknir, og ég svona, jamm, jaaaa…. þá þarf maður nefnilega að flytja til útlanda þar sem þetta er ekki kennt hérlendis og ég hef einhvern veginn ekki fallið fyrir þeirri hugmynd hingað til að flytja út. Svo veit ég ekki hvað gerðist en allt í einu virtist ég taka geysilegt þroskastökk á einni nóttu og sá það náttúrulega að það gæti verið svolítið gaman bara að flytja út, ágæt tilbreyting, og svo fæ ég þá að læra það sem ég hef virkilegan áhuga fyrir! Svo í gær ræddi ég þetta við kærastann minn og honum leist alls ekki svo illa á, og ætlar að reyna að fá vinnu úti svo hann geti komið með mér. Ég fór svo í dag á alþjóðamiðstöð Háskóla Íslands til að afla mér upplýsinga en þar kom í ljós að vegna þess að ég er frá viðskiptabraut, vantar mig upp á eðlisfræði og þess háttar sem tekið er á stærðfræðibraut og ég ætla að reyna að klára það allt í vetur (og fara þá út eftir eitt ár). Svo var líka talað um að hafa starfsreynslu, og ég hugsaði með mér “úps…” hef náttúrulega enga reynslu þannig séð nema að hafa átt fullt af gæludýrum, en ég fór upp í dýraspítalann í Garðabæ og þar voru allir mjög indælir og elskulegir og ætla að leyfa mér að koma og hjálpa til svo ég fái einhverja innsýn inn í þetta. Svo núna sit ég alveg í skýunum og alsæl með þessa óvæntu stefnu uppávið, ég er búin að vera í rosa basli með framtíðina, en núna held ég að þetta sé allt að koma. Svo í framtíðinni get ég læknað litlu dýrin ykkar! ;)
- www.dobermann.name -