Mér þykir mjög leiðinlegt að sjá að fjölgun kanína í Öskjuhlíðinni er orðið að vandamáli. Staðreyndin er sú að kanínueigendur, sem einhverja hluta vegna geta ekki sinnt dýrunum sínum lengur, fara oft með kanínurnar í Öskjuhlíðina og víðar t.d. við Hvaleyravatn, Heiðmörk og Nauthólsvík. Ég veit ekki hvort fólk er haldið þeim ranghugmyndum um að gæludýr þeirra geti lifað góðu lífi í náttúrunni eða einfaldlega týmir ekki að láta lóga þeim.
Nú er staðan orðin sú að Öskjuhlíðin er orðin yfirfull af kanínum, bæði “villtum” sem hafa fæðst þarna og fyrrum gæludýrum. Og nú eru þær farnar að pirra fólk sem gróðursetur blóm í Fossvogskirkjugarði….greyið blómin!! Þeir hæfustu lifa af og til að lifa að þarf maður jú að borða.
Ég las í Morgunblaðinu, í Velvakanda (föstud. 26. júlí), hugmynd manns um að veiða kanínurnar og flytja þær upp í Heiðmörk. Mér þótti það með betri humyndum sem ég hef heyrt undanfarið, því þær ættu ekki að vera neinum til ama þar.
Ég skil ekki af hverju fólk er að fjölga kanínum, því framboð er miklu meiri en eftirspurn, og fólk ætti ekki að fjölga nema að vera viss um að allir ungarnir komist á góð heimili.
Ég sjálf á 4 yndislegar kanínur og þær fullorðnu eru geldar. Kostirnir við að gelda kanínur eru margir, þær róast, verða gæfari, auðveldara að kassavenja þær, sóðaskapur í kringum þær minnkar til muna og hætta á allskonar sjúkdómum minnkar.
Karlkanína verður kynþroska 4 mánaða og kvenkanína 6 mánaða og er hægt að láta gelda þær fljótlega uppúr því.
Ég mæli eindregið með því að láta gelda kanínur og koma í veg fyrir óvænta óléttu.

Kv. Huggste