Hamsturinn minn hann Pjakkur Pitter var hleypt út úr búrinu sínu eitt kvöldið. Næsta kvöld reyndum við að ná honum en heyrðum ekkert í honum.(hann er mjög gæfur og kemur alltaf til okkar þegar hann er vaknaður) hann var búinn að vera týndur í nokkra daga og ekkert búinn að fá sér af matnum sínum. Við héldum að hann væri örugglega dáinn. Svo eitt kvöldið þegar ég var að lesa þá gat ég ekki hugsað um annað en kompuna, ég fór og byrjaði að leita. Pabbi sagði mér að hann væri búinn að leita út um allt. Ég ætlaði samt að leita því að ég var sífellt að hugsa um kompuna. Ég tók blómapott sem var þarna og ætlaði að færa hann. Þá var bara Pjakkur í henni!!! hann var sársvangur og allur blóðugur á fótunum. Blómapotturinn var með blóðrispur út um allt. Ég hef aldrei verið eins feginn á ævi minni!!!!! Hann var mjög sprækur þegar ég tók hann og ekkert virtist ama að honum.
It's a cruel world out there…