Gári


Uppruni Gárans
Gárinn er er eini fuglinn sem áhugamamenn hafa ræktað í yfir 100 ár. Þeir fuglar urðu fyrst vinsælir 1870 og síðan hafa vinsældir þeirra aukist. Það eru til tvö afbrigði af Gárum, en samt tilheyra þeir sömu tegundinni.

Kjörlendi/ vaxtarstaður
Gárar koma frá Ástralíu. Þegar aðkomumenn spurðu frumbyggjana, hvað það væri sem þeir kölluðu budgerigar (Gári) í tungumálinu svöruðu þeir “eitthvað gott að borða” .

líkamsbygging
Það eru tvær mismunandi lýkamsbyggingar:


Enski Gárinn var ræktaður til að breita útlitinu aðeins. Sumir vildu hafa gárana með meira áberandi enni og stærri í heil. Þeir eru rólegri og hljóðlátari en þeir Áströlsku. Þeir voru frekar ræktaðir sem “sýningar” fuglar.


Ameríski Gárinn hefur verið ræktaður niður. Líkamsbyggingin er einfaldlega kölluð “skaftpáfi”. Þetta er fremur rangnefni því að heitið skaftpáfi er notað til að lýsa öðrum flokki af fuglum. Sá Ameríski er fjörugri en sá Enski.
Litir

Flestir Gárar hafa svartar (eða dökkar) rákir þvert yfir efsta hluta höfuðsins sem liggja niður eftir bakinu og endar í hörpuskel munstri á vængjunum. Röð af svörtum (eða dökkum) doppóttum fjöðrum liggja rétt fyrir neðan eyrun og í kringum hálsmálið. Flestir fuglar í þessum lit hafa þríhyrnda lita blett á vanganum.

Algengir litir: Ljós grænn, dökk grænn, grágrænn, himinblár, ljóspurpurarauður, fjólublár og Grár. Út frá þessum litum koma önnur litaafbrigði
Ýmiss litaafbrigði: Gulir vængir, hvítir vængir, pallíettur, ríkjandi flekkir, skærir litir, víkjandi flekkir, gult andlit (afbrigði 1), gult andlit (afbrigði 2) og gull andlit, Einlitir Gulir, hvítir, grávængir, stundum fylgja Rauð augu.

Flest af þessum litaafbrigðum innihalda gulan lit.

Eins og þú sérð er úr mörgum fallegum litum að velja.


Aldur
Þegar Gárar eldast dofna svörtu (dökku) rákirnar á enninu. Þetta er ekki nákvæm aðferð til að segja til um aldur því þessar rákir eru ekki til staðar í sumum litaafbrigðum. Ungir fuglar hinsvegar, hafa fjólubláa vaxhúð (svæðið þar sem nasaholurnar eru)



Lífsskeið
Það er almennt haldið að lífsskeið Gára er 7 til 8 ár. samt sem áður, eru þessar staðreyndir byggðar á fuglum sem voru fóðraðir á ábótavönu fóðri. Fuglar sem eru fóðraðir á næringarríku fóðri, sérvöldum fræjum fyrir gára og sem vel er hugsað um geta lifað í 10 ár eða meira.



Kyngreining
Karlfuglar hafa bláar nasaholur (vaxhúð) og kvennfuglar hafa brúnar eða gulbrúnn nasaholur. Ungir fuglar hafa fjólublá vaxhúð og því er mjög erfitt að greina kynið.


Hljóð
Gárar eru ekki á meðal þeirra háværu fugla, en þeir eru samt ekki alltaf hljóðlausir heldur. Hljóðstyrkurinn þeirra er yfirleitt þolanlegur.

Matarræði
Eins og með alla fugla þurfa gárar margs konar matarræði, m.a. ferska ávexti, frækorn og baunir. Sérstakar gára fóðurblöndur fást í flestum gæludýrabúðum, auk þeirrar blöndu er gott að gefa ferska ávexti.

Tal hæfileikar:
Gárar geta verið frábærir “talfuglar”, en eins og með aðra fugla er aldrei hægt að segja hverjir koma til með að tala og hverjir ekki, því allir hafa þeir ólíkan persónuleika. Það er engin munur á talhæfileiku hjá kvenn- og karl fuglum.


Ábendingar
Þegar þú kaupir fugl skaltu spyrja seljandann hvaðan gárarnir koma, hvort þeir komi frá ræktanda eða ræktunarbúi. Spurðu hvernig viðkomandi ræktandi elur fuglana upp.