Ég á bók sem heitir Gári litli og mæli með henni fyrir alla sem eiga eða hafa áhuga á pásunum :) Ég ætla að skrifa smá upp úr henni og ég held bara að gárar séu greindir, alla vega miðað við stærð þeirra!!

Höfundurinn skrifaði að hann væri þeirrar skoðunar að gárar væru greindir. Í hlutfalli við stærðina og aðeins 50 gramma líkamsþyngd, virðast þeir ákaflega skynsamir

Atferlisfræðingur rannsakaði hvað dýr geta talið hátt. Hann komst að því að gári gat ásamt dvergkrákunni talið upp að 6.

Þegar gári lærir að tala mannamál er þar aðeins að verki löngun hans og hæfni til eftiröpunar. Hann hefur enga möguleika til að móta eða nota mannleg orð eftir neinni hugsanamerkingu. Hitt er þó víst, að með því að endurtaka við hann sama orðið við sömu aðstæður eða aðgerðir, þá getur hann tengt það þessum atburðum og þannig getur síðar litið út fyrir að hann noti orðið rökrænt.

Eru gárar greindir ??
Veit einhver líka hvað langt minni þeir hafa ?

Kv. Sweet :)
Játs!