Þessi atburður á eftir fylgja mér ævilangt.
Ég átti heima í blokk og okkur var leift að hafa páfagauk. Við bjuggum upp á efstu hæð en við leifðum honum aldrei að fara út þótt við vissum að hann kæmi alltaf aftur. (hann hafði sloppið út 5 sinnum.)
Páfagaukurinn hét Kobbi og okkur þykir mjög vænt um hann enn þótt hann sé dáinn.
En þá gerðist einn hræðilegur atburður, Kobbi fór að verpa eggjum.
Við sem áttum hann í 5 ár komumst allt í einu að því að “hann” var “hún”.
Ég veit ekki hversu hissa hin voru en ég var skelfingulostin.
Mamma tók eggin því hún vildi ekki fleirri fugla og breytti nafninu á Kobba yfir í Kobbu.
Mér fannst þetta frekar illilega gert af henni en ég held við hefðum aldrei getað sofnað við allt flautið í fuglunum, ég bað mömmu um að leifa Kobba að hafa eggin og gefa síðan ungana en hún tók það ekki í mál.
Seinna fór hún að verpa fleirri eggjum og mamma fór með hana upp á dýraspítala því hún fór að haga sér svo einkennilega.
Í hvert skipti sem við fórum með hana eitthvert létum við teppi yfir búrið hjá henni svo hún yrði ekki hrædd við umferðina.
Þegar við vorum á leiðinni kíkti ég undir teppið til að sjá hvernig henni leið, en þá lá hún dáin neðst í búrinu.
Við komumst að því hjá lækninum að egg hafði fests í henni og hún kafnað.
Ég var ekkert sorgmædd heldu undrandi.
Við grófum hana hjá skólanum okkar í skógi sem heitir Skógrækt.
Mér þykir mjög vænt um hana og ég vona bara að hnni líði vel núna, hvar sem hún er.

takk fyrir að lesa……
Vatn er gott