Þegar ég var 12 ára gömul átti ég hvolp. Ég á heima á sveitbæ og um hábjartan dag fór hundurinn minn óvart nálægt þjóðveginum. Ég veit ekki meira nema það að einhvert ógeð keyrði á hann og henti honum síðan undir póstkassann okkar. Mér finnst þetta viðbjósleg hegðum. Þessi hundur var fyrsti hundurinn minn og ég elskaði hann mjög mikið. Þetta “fólk” sem að keyrði á hann hafði ekki einu sinni fyrir því að láta mann vita. Keyra heim á bæinn og láta vita. Já við hefðum átt að passa hundinn betur en þetta eru skynlausar skepnur og hvernig ætli þessi ökumaður aki innanbæjar? Ætli að ef að hann aki á eitt stykki barn þá henti hann því bara upp á næstu stétt og fari?! Maður verður alltaf að vera viðbúin einhverju á veginu. Auðvitað á maður ekki að þurfa þess en maður verður að vera viðbúin öllu í umferðinni. Að maðurinn sem að er að koma á móti sveigi skyndilega yfir á þinn vegarhelming og svoleiðis. Hvað finnst ykkur? Finnst ykkur ekki dýrum lítil virðing sýnd í þjóðfélaginu okkar?
“No bastard ever won a war by dying for his country. He won it by making