Ég er bara að pæla, að ef maður keyrir óvart yfir kisu einhvers, hvað á maður að gera?

Ég býst við því að maður gái á merkið, fari með köttinn þangað sem hann á heima og banki uppá og spyr: “Átt þú gráan kött sem heitir Punktur?” Þú gengur svo í átt að bílnum og nærð í líkið af kisunni (í plastpoka, væntanlega) og réttir eigandanum.

En hvað segir maður svo?
Ég hugsaði lengi vel um þetta (keyrði samt ekki á kött ;)) en fann enga góða, trúverðuga setningu.