Sum ykkar líkar ekki copy-paste, en ég læt vaða.

“Heimilisköttur nokkur í Wisconsin, Bandaríkjunum, lenti í þeirri ömurlegu lífsreynslu að veltast um í þurrkaranum á heimili sínu í heilar tíu mínútur. Kötturinn, Twinkles, hélt lífi en er rófunni fátækari.

Kötturinn hafði læðst í þurrkarann óséður og hafði vissulega ekki órað fyrir hvað myndi henda hann þegar hurðin að þurrkaranum féll að stöfum. Hann hlaup brunasár á eyrum og lungu hans fylltust af vökva, auk þess sem rófan fór það illa að fjarlægja þurfti hana.

Óhappið vildi þannig til að húsbóndi Twinkles, Rachel, hafði verið að sópa gólfið þegar hún mundi eftir þvottinum í þurrkaranum frá því kvöldinu áður. Hún ákvað því að hressa upp á þvottinn og lokaði því þurrkarahurðinni á greyið Twinkles til að fá þvottinn volgan og góðan líkt og nýbökuð rúnstykki. En þegar hávær og ókunn hljóð fóru að berast frá þurrkaranum flýtti Rachel sér að aðgæta málið.

Til allrar lukku opnaði hún í tæka tíð og Twinkles greyið er á batavegi.”

Kveðja,
Ragna