Mér finnst margir menn hugsa illa um gæludýrin sín og önnur dýr.
Sumir drekkja þeim jafnvel ef þau eru ljót eða eru ekki eins og þau vilja hafa þau eða dýrin hafa orðið reið og ráðist á mann ef maður hefur verið að stríða þeim og það verður lögsótt og deytt.
Hundar til dæmis og kettir eru að fjölga, en samt þarf ekki að vera með hrottaskap og henda þeim í ruslafötur og bíða eftir að ruslabíllinn kremji þau. Það er viðbjóður. Það eru til aðrar aðferðir en það til dæmis sprauta, en það er dýrt. Sumt fólk gerir þetta bara út af því að þeim finnst það gaman. Ég get ekki skilið það. Til dæmis að sprauta sinnepi upp í rass á ketti er það ógeðslegasta sem ég hef heyrt. hvernig yrði það ef þetta væri gert við þá sem gerðu það? þá ætti nú að heyrast eitthvað hljóð í þeim.
Dýr eru ekki einhverjar brúður sem er hægt að gera allt við og ráðskast með, þau eru lifandi.
ég þekki strák sem átti hund og hundurinn var aðeins 2 ára. einn daginn hljóp hundurinn inn í næsta hús því hann hafði séð kött. Hann rispaði parket gólfið hjá fólkinu og braut vasa.
Og það kalla ég ekki alvarlegt, það er ekki eins alvarlegt og að taka hundinn af lífi. þegar ég heyrði þetta var ég næstum farin að gráta. Þetta var góður og heilbrigður hundur, ekki þekkti fólkið hundinn. 4 dögum síðar var hann tekinn af lífi bara fyrir að rispa gólf og brjóta vasa. það er óréttlátt.
Ég mun aldrei skilja þetta fólk að gerir svona hlut bara vegna rispaðs gólfs. Það er hægt að skipta um parket en ekki á lífi.
Mér finnst að fólk ætti að hugsa aðeins út í það að dýr eru líka með tilfinningar og geta verið hrædd og reið. Eins og allir aðrir.
Við erum líka dýr, á okkar hátt. Þau á sinn og það finnst mér að allir eig að virða.
Vatn er gott