Ég er 16 ára og mig langar allveg rosalega í páfagauk. En það er mikið vandamál, mamma mín bannar mér að fá páfagauk. Ég er búinn að biðja um páfagauk síðan ég var 11 ára og er við það að gefast upp. Hún segir að það sé svo mikill hávaði í þessu og að þeir séu svo miklir sóðar. Ég á 4 fiska búr, kanínu og 5 mýs og það kemur bæði lykt og hávaði frá þeim. Ég helda að þetta sé sálrænt hjá henni því þegar hún var lítil átti hún 2 finkur en önnur át hina. Er einhver hérna sem átti í sama vanda og ég og náði að sannfæra foreldra sína. Ef einhver hér náði því vinnsamlegast látið mig vita hvernig þið fóruð að því ;)