Kanarífuglar Kanarífuglar

Kanarífuglar eru yndislegir fuglar, þeir eru oft taldir créme de la créme af fuglum. Ef þig langar í kanarífugl þá skaltu muna það að eiga kanarífugl, sem og önnur gæludýr, er full vinna. Hér eru 10 spurningar til að hjálpa þér að athuga hvort þú ert tilbúin/n að eiga kanarífugl:

1.
kanarífuglar geta lifað allt upp í 10-14 ár, ert þú tilbúinn til að hugsa um kanarífugl á hverjum degi allan þennan tíma?

2.
Hefur þú stað í íbúðinni þinni/húsinu þínu fyrir búr kanarífuglsins? Kanarífugl sem er sífellt verið að færa líður ekki vel.

3.
Hefurðu nógan tíma fyrir fuglinn þinn? Kanarífuglar eru mjög félagslyndir.

4.
Áttu önnur gæludýr sem gætu verið hættuleg fuglinum?

5.
Kanarífuglar syngja ekki allt árið og sumir hætta að syngja að því er virðist út af engu. Muntu elska kanarífuglinn þinn þó hann hætti að syngja?

6.
Jafnvel þótt þú skiljir eftir mat getur kanarífugl ekki verið einn heima lengur en 2 daga. Hver mun sjá um fuglinn ef þú ferð í frí?
Ætlarðu að gefa barni kanarífugl? Ef svo þá verður þú að útskýra fyrir barninu hvernig á að hugsa um fuglinn og verður sjálf/ur að fylgjast með hvort vel sé hugsað um hann.

7.
Kostnaður af kanarífuglum er ekki mikill, en það geta orðið dýralæknisreikningar ef fuglinn þinn verður veikur. Ertu tilbúin/n að borga það?

8.
Kanarífugl þarf að hafa tækifæri til að fljúga frjáls á hverjum degi. Verðurðu reið/ur ef þú finnur fuglaskít á uppáhaldsstólnum þínum?

9.
Ertu viss um að enginn í fjölskyldunni sé með ofnæmi? Best er að láta prófa alla hjá ofnæmislækni.

Að velja sér fugl:
Enginn útlitslegur munur er á kven- og karlfugli. Hins vegar eru það aðallega karlarnir sem syngja. Ég get ekki mælt með því að fá sér einn fugl sem skilinn er eftir einn allan daginn því hann mun verða leiður og einmana. Að eiga par er best. Engu máli skiptir þó það séu tveir karlar, tvær konur eða karl og kona. Hægt er að koma í veg fyrir óléttu auðveldlega. Þegar þú ert kominn í gæludýrabúðina er mjög gott að skoða fuglana vel. Fjaðrirnar eiga að vera mjúkar, hreinar með engum skallablettum. Lappir eiga að vera hreinar, þrjár tær snúa fram og ein aftur. Hegðun: virkur, tekur vel eftir. Kúkur: skítur með jöfnu millibili, á að vera hvorki of blautur, né of harður.

Búrið:
Vertu búin/n að kaupa þér búr og setja það upp áður en þú kaupir fuglinn. Búrið á helst að vera 100 cm langt, 50 cm breitt og 80 cm hátt. Lágmarksstærð er 50 cm langt, 30 cm breitt og 20 cm hátt (fyrir einn fugl). Rimlarnir eiga að vera lóðréttir á minnst tveimur hliðum og þeir eiga að vera dökkir og óglansandi. Rýmið á milli rimlana á að vera 10-12,5 mm, botninn á að vera úr plasti og hægt að draga sandbakkann út. Greinar eiga að vera úr tré af mismunandi þykkt, frá 12 til 16 mm (skiptu út meðfylgjandi gervigreinum fyrir alvörutrjágreinar). Tærnar á fuglinum ættu ekki að geta náð alla leið í kring. Matardiskar eiga að vera þrír, einn fyrir fuglakorn, einn fyrir ávexti og einn fyrir vatn (einnig er hægt að nota sérstaka vatnsflösku). Best er að kaupa fugl um morgunn svo fuglinn hafi nógan tíma til að skoða sig um áður en það verður dimmt. Best er að kaupa fuglakornið sem notað var í búðinni svo að það verði ekki of miklar breytingar í einu fyrir aumingja litla kanarífuglinn. Kalkstein þarf líka að kaupa. Einnig þarf fuglabað. Kaupið EKKI spegla, rólur eða plastfugla. Þessir hlutir eru frekar slæmir fyrir fuglinn en góðir.

Staðsetning búrsins:
Búrið má ekki vera á stað þar sem er mikill hávaði. Fuglinn ætti að hafa gott útsýni svo hann sé ekki hræddur um faldar hættur. Það má ekki vera neinn dragsúgur á staðnum, hann getur verið lífshættulegur. Það á að vera bjart en má ekki vera í beinu sólarljósi í lengri tíma. Hitinn verður að vera stöðugur. Búrið má ekki vera í hillu af því kanarífuglar eru mjög hræddir við hluti fyrir ofan þá. Rakinn á að vera 50 - 70%. Eftirtaldir staðir eru óhentugir: Eldhúsið, of nálægt sjónvarpi eða öðru rafmagntæki (minnst 3 m), herbergi sem mikið er reykt í, svæði þar sem titringur er, t.d. dæla í fiskabúri, ísskápur.

Það sem hræðir fugla:
Skyndileg útlitsbreyting, t.d. hattur, gleraugu, skærlit föt. Snöggar hreyfingar. Að vera gripinn. Skyndilega breytingar á nálægasta umhverfi fuglsins, jafnvel breyting á staðsetningu matardisks getur verið hræðileg reynsla. Háar raddir. Ókunnugir.

Mikilvægustu verkin:
Daglega:
Tæmið alla diska og vatnsflösku, þvoið þá með volgu vatni, þurrkið og fyllið. Fjarlægið skít og afgangsmat af botni búrsins með skeið sem eingöngu er notuð til þess. Skrúbbið skítugar greinar með sandpappír og þurrkið þær með rökum klút. Bjóðið upp á ferskt vatn í baðið. Athugið hvort að matardallar og vatnsflaska séu í lagi, að búrdyr lokist vel og að enginn rotnandi matur sé fastur í hornum og sprungum.
Vikulega:
Þvoið búrið og allt í því. Skiptið um sand.
Mánaðarlega:
Sótthreinsið búrið og fylgihluti. Skiptið um greinar.

Ef þú vilt meiri upplýsingar lestu þá: Canaries; A complete pet owner’s manual, eftir Otto von Frisch, Barron’s.
Just ask yourself: WWCD!