Naggrísir(Framhald) Þrátt fyrir stórt búr hafa naggrísir bæði gott og gaman af því að fá að hlaupa um lausir á öruggu svæði þar sem þeir geta ekki farið sér að voða - t.d. vel afmarkað svæði inni á klósetti. Þótt þeir séu afar hræddir við svona mikið pláss fyrst fara þeir hægt og rólega að hlakka til þess að komast í smá göngutúr og njóta sín alveg í botn.




Það þurfa að vera rimlar þar sem lokað plastbúr loftar mjög illa út og það myndast sterk þvaglykt og ammoníakgufur sem geta verið hættulegar naggrísum. Ef þú neyðist til að hafa þá í plast búri er mjög nausynlegt að moka hlandi út daglega og halada hreinu í kringum þá. Hvernig sem búrið þitt er, er nausynlegt að halda því alltaf hreinu fyrir grísina þína!


Í búrinu þurfa að vera nokkrir hlutir alltaf til staða. Vatn, matur, hey og og hús fyrir naggrísina að hvíla sig í. Grísirnir eru vinsæl fæða fyrir fugla í náttúrunni svo það er í eðli þeirra að flýja þegar eitthvað kemur að ofan(t.d. hendi). Þeir verða að fá að fela sig í kofa og sofa gjarnan þar líka, til að þeir verði öruggir ó áhræddir. hafi þeir ekki stað til að fela sig á verða þeir óöruggir og stressaðir. Ekki hafa áhyggjur þótt naggrísinn þinn eyði miklum tíma í húsinu sínu til að byrja með, eftir því sem hann kynnist því betur ver hann minni og minni tíma í felum. Gott er að hafa sag eða þjappaða sagköggla og ýmis leikföng er líka sniðugt að hafa. Athugið að naggrísir naga allt sem tönn festir á svo allt sem kemur í búrið þeirra verður að vera hættulaust og öruggt. Heimagerð leikföng geta t.d. verið pappírspokar, tómar klósettrúllur, samanvöðlaður pappír eða annað í þeim dúr.


Naggrísir VERÐA alltaf að hafa hey hjá sér, það eyðir niður tönnunum þeirra(naggrísir eru nagdýr svo tennurnar vaxa endalaust)og það hjálpar líka til að bæta meltinguna. Ýmsar fæðublöndur fyrir naggrísi eru til í dýrabúðum, best er c-vítamín bætta blöndu sem er fjölbreytt og vönduð. Það eriga ekki að vera nein korn í matnum. Korn eru fyrir fugla og hamstra, ekki naggrísi, þau geta staðið í þeim því naggrísir eru ekki klárir að taka hýðið utan af. Auk þess er korn mjög fitandi og þeir borða lítið sem ekkert af þeim úti í náttúrunni. Þess vegna eru til vandaðar fæðublöndur sem eru sérstaklega gerðar fyrir naggrísi. Naggrísir eins og fólk, framleiða ekki sitt eigið c-vítamín og þurfa þeir að fá það úr matnum. Þess vegna verða þeir líka að fá ferskann mat til að haldast hressir og heilbrigðir. Þótt naggrísafóðrið sé næringarríkt og c-vítamín bætt þá er aldrei hægt að ná allri næringunni sem er í grænmeti og ávöxtum, auk þess sem mismunandi áferð á fæðu hjálvar vel til að halda tönnum stuttum og fallegum. Naggrísir mega samt alls ekki fá hvítkál, kartöflur, paprikur, sellerí, baunir og Iceberc kál. Þetta grænmeti getur valdið miklum veikindum eða jafnvel dauða. Það er heldur ekki gott fyrir þá að fá of mikið að sætum ávöxtum. Allt er gott í hófi og það á líka við um ávexti þar sem naggrísir eru fljótir að fitna. Einnig þarf að varast það að gefa þeim vatnsmikla ávexti og grænmeti eins og gúrkur og appelsínur í miklu magni því það gæti valdið nigurgangi. Gætið þess samt að venja naggrísina hægt og rólega á ferskann mat. Hraðar breytinga í martaræði geta einnig valdið niðurgangi sem veldur vökvatapi og er stórhættulegt fyrir naggrísi.