Ég fékk mér hamstra fyrir tveimur árum.Ég fékk mér karl og kerlingu og þau gerðu ekkert annað en að ríða og eignast afkvæmi það var nú ljóti höfuðverkurinn þessi afkvæmi þeiira þegar þau byrjuðu að láta heyra í sér en svo fóru þau að eldast og hættu þessu bara.Ég var alltaf að leika við þau.Það besta sem kallinn sem hét Púki það var að fara i bað og kúra svo í þvottapoka á meðan ég þurrkaði honum,honum þótti einnig gott að sofa í sófanum hjá mér þegar ég var að horfa á sjónvarpið eða eitthvað svoleiðis þá lá hann í sófanum á hliðinni eins og hann væri duaður og svaf.Og kerlinginn hún var nú ljota vesenið.Hún var alltaf svo æst þurfti að hlaupa út uum allt og vera með vesen og læti,nagaði allt saman og það var erfitt að fá j
hana til þess að vera kjurr en ég loksins náði að finna leið til þess að róa hana niður og það var að klóra henni fyrir ofan eyrunn þá var sko sælu svipur á henni og þá Var Púki öfundsjúkur og hann fór að glefsa i mig (eða narta).Já kerlinginn hét Sara.En svo var það í hitti fyrra sumar að ég keypti mat út i Hagkaup og gaf þeim það að eta og Púki fékk garnaflækju og drapst og það var erfitt að horfa upp á hann drepast hægt og rólega og ég gerði allt til þess að honum liði betur.Setti hann i pínu bað leyfði honum að kúra i þvottapoka hjá mér heillengi og hann svaf hjá mér i sófanum tvö síðust kvöldin sín þar til að hann dó.Það var eitt gott að dekra svona við hamstrana er það að þegar þau sluppu eða náðu að hlaupa burtu þá fóru þau aldrei langt i burtu voru kannski i burtu í klukkutíma og komu svo saman til min og klifruðu upp lappirnar á mer eða létu mig vita með hljóði að þau væru kominn aftur.Þegar Púki dó þá breyttist Sara mjög mikið og fór að vera mikið ljúfari við mig.Hún fór að gera það sama og Púki gerði alltaf og það var að kúra hjá mér.Jæja hún fór að vera rosalega grimm við konuna mína og hún þorði ekki að koma nálægt henni því hún var svo hrædd við hana.Svo liðu ca 6 mánuðir frá´því að Púki dó að Sara dó líka,út af hverju veit ég ekki.Og maður finnur fyrir söknuði svona fyrstu dagana frá dauða þeirra.
Þetta eru pínulítil dýr og hafa lítinn sem engan heila og þætta fær mann til þess að elska sig og dýrka sig.Og þetta hagar sér stundum eins og þeim elski þig líka.Í dag eru tæpt ár frá dauða þeirra og ég hugsa enn til þeirra og fæ svona pínu flashback.
Ég gæti ekki hugsað mér að fá mér annann hamsrtur þó mig dauðlangi til þess.
Kannski að maður fái sér dverghamstur eða rússneskann hamstur,hver veit.


Í guðanna bænum verum góð við dýrinn okkar þau elska þig líka.
KV