Mig hefur alltaf langað í stóran páfagauk!!!!! En svo fer ég að hugsa um það hvað þeir lifa lengi og ef ég fæ mér gauk áður en ég eignast barn (sko í framtíðinni), þá er ég hrædd um afbrýðisemi hjá fuglinum. Hef nefnilega heyrt um það að fuglar hafi verið abbó og ráðist á börnin séu þeir lausir…og kannski vanir að vera lausir heima.
Svo ef þeir eru vanir að vera lausir og allt í einu kemur barn, þá breytist hans lífsstíll og hann er látinn vera í búri tímunum saman. Er ekki rétt að það sé langbest að fá sér dýr eftir að börnin fæðast og verða aðeins eldri????
Fer stundum í dýrabúð og horfi aðdáunaraugum á fallega páfagauka :)
Ég alveg elska þá eins og öll önnur dýr og mun fá mér lítinn hund í framtíðinni.