Virðing fyrir þeim sem eru hærra settir og í leiðtogastöðum hefur alltaf verið til staðar. Þó svo sumir séu ósattir við leiðtogann eru alltaf einhverjir sem bera virðingu fyrir þeim. Þessi virðing sýnir sig greinilega hjá fleiri lífverum en okkur mönnunum. Sem dæmi um það má nefna þá staðreind að kindur átta sig greinilega á því hverjir eru leiðtogar þeirra. Nú þegar ég kom heim í páskafrí og fer aftur að taka þátt í búskapnum hér heima sagði mamma mér það að Ófeigur, foristusauður sem við höfum átt í ein 13 ár, hefði veikst og var lagður til hinstu hvílu.

Einnig sagði mamma mér það að hún hefði tekið eftir því að rollurnar hefðu hagað sér undarlega. Ein rolla hafði staðið í dyrunum og jarmað eins og hún ætti lífið að leysa sem mömmu þótti undarlegt þar sem var nóg hey bæði inni og úti. Svo seinna meir þennan dag labbaði hún að heygrindunum og þar lá Ófeigur við eina grindina. Nú þegar hún hugsar út í það þá fannst henni frekar furðulegt að allar kindurnar héldu sig fjarri grindinni. En ef að einhver önnur rolla, sem er í raun ekkert merkilegri en hver önnur rolla, lá dauð við grindina, var bara traðkað á henni. En ekki í þetta sinn. Þegar mamma var búin að ná í hann komu kindurnar aftur að grindinni.

Svo eru rollur bara svona tilviljunarkenndar eða eru þær gáfaðari en við höldum? Sýnir þetta ekki bara að rollur eru allveg jafn færar um að sjá hverjir eru þeirrar leiðtogar líkt og við? Þær bera virðingu fyir foristukindum/sauðum líkt og við berum virðingu fyrir forseta Íslands.
… og svo fann ég þúsundkall!!