Afmælis naggrís Nú fer að líða að Naggrísinn minn hann Sykur á afmæli.
Hann er að verða eins árs þann 25 des.
Sykur er lítill sætur naggrís sem á heima í litlu hvítu búri í vesturbænum.
Honum finnst rosalega gaman að kúra í sænginni minni og hann dýrkar (núna kemur langur listi) gúrku, kál, grænkál, papriku, gras, tómata, naggrísamatur, epli,appelsínur, og nánast allt grænmeti sem er til á jörð.
Hann Sykur er reyndar annar naggrísinn minn,ég á nefnilega annan sem heitir Moli.
Moli er reyndar kvenkyns en mér fannst þetta bara svo sniðugt nafn.
Þannig ég skýrði Sykur eiginlega í hausinn á Mola.
Sagan hvernig ég fékk Sykur ætla ég að skrifa hérna…
Það var þannig 15 janúar að það var bundið fyrir augun á mér af því ég átti afmæli og það var keyrt með mig einhvert lengst út í buskan ,en samt var bara verið að keyra mig út á Hlemm í dýrabúðina þar og það var labbað með mig yfir götuna og inn í dýrabúðina.
Ég gleymdi að segja að þetta var allt tekið upp með video upptökuvél.
Síðan spurð mamma mig “heldurðu að þú vitir hvar þú ert”
Ég reyndi að finna lyktina og fann strax að ég var inní dýrabúð.
Síðan sagði systir mín þá mátt velja þér hvaða naggrís sem er hérna inni.
Ég labbaði inní nagdýra deildina og sá strax hvaða naggrís mig langaði í.
Og strax þegar Moli sá sykur byrjaði Moli að sleikja Sykur.
Þeir eru bara bestur vinir og þegar ég er að skrifa þetta þá eru þeir að kúra saman.
Þið sjáið líka mynd af hérna fyrir ofan nema þessi texti verði sendur inn á kork