Dimma Dimma

Dimma er svört labrador tík (hollenskt kyn) Hún er bestasti hundur í heimi, enda hundurinn minn. Hún er algjör kúribangsi og vill alltaf sofa uppí hjá mér.

Ég og fjölskylda mín fengum hana þegar að hún var tveggja ára, vegna þess að frændfólk okkar gat ekki lengur haft hana. Ég var allveg himinánægð, mér hafði langað í hund svo rosalega lengi. Dimma skiptist á því að sofa uppí rúmi hjá mér og bróðir mínum, þangað til að bróðir minum langaði aldrei lengur að hafa hana uppí hjá sér, og núna sefur hún ALLTAF uppí rúmi hjá mér. Mér þykir ekkert smá vænt um hana Dimmu mínu enda er ekki hægt að eiga betri hund, hún er besti vinur minn og huggar mig altlaf ef að ég fer að gráta, ég má ekki fara ein neitt um húsið þá eltir hún mig um allt, ég fæ ekki að fara ein í sturtu lengur útaf henni! Dimma kom í heiminn þann 26.apríl 2002, sem að er frekar fyndið því að ég á afmæli í apríl og bróðir minn á afmæli á mánaðardeginum 26. Hún var úr eitthverju goti í Borgarnesi minnir mig, en þau voru að rækta hollenska labradora, þeir eru hærri, fjörugari og ekki jafn svona bangsalegir.Dimma hefur gengið með mér í gegnum súrt og sætt. Kjúklingur er uppáhaldsmaturinn hennar Dimmu og slefar hún allveg úr munninn þegar að hann er í matinn (sem að er frekar oft) En hún fær alltaf einn bita útá matinn sinn(nema að það sé eitthver sterk sósa á honum)

Dimma er voðalega hlýðin, en ég er alltaf að prófa að kenna henni eitthvað nýtt, seinast kenndi ég henni;bang, dauð. En ég hef kennt henni að sækja blaðið,bang dauð,og er að reyna að kenna henni að skríða.

Dimma er voðalega barngóð, litla frænka mín og litli fændi minn príla alltaf á henni og það eina sem að hún gerir það er að færa sig eða líta á mann bænaraugum um það að tka þau. Dimma er eins og manneskja í mínum augum, 5 ára systir, ættmenni minn, verndarvængur. Ég er ekki örugg nema að hún sé hjá mér. Ég myndi varla geta lifað ef að hún dæi núna. Dimma er alltaf til í að leika og koma út, hún meira að segja kemur á trampólínið með mér. Hún er mesta krútt í heimi. Hún heldur að hún eigi rúmið mitt og hefur oftar en einu sinni reynt að hrinda mér út úr því og henni hefur heppnast það einu sinni. Pabbui er að reyna að þjálfa hana í að vera veiðihundur en það er ekkert sérlega mikið að ganga, hún er of mikil pempía til að halda á gæsinni á meðan hún er ennþá heit, hún sættir sig þá við öndina. En það er allt í lagi, hún er bara keludýrið mitt í staðinn.

Ég elska Dimmu mestast í heiminum og ég gæti ekki lifað án hennar.
Ktm táknar hýr,vekur hjá mér nýjan grun, og ég veit þeir vilja reyna þessar stundir bara gleyma, svo miklu en trúi ég (8) ;D