ok fólk / góðir lesendur, mér leiðist herfilega og ætla að skrifa smá rigerð um alla kettina mína. Fyrst ætla ég að byrja að tala um Emblu.


EMBLA:

Embla er voða sæt kisa, hér er mynd af henni :P hef ekki mynd af hinum kisunum en ég skal lýsa þeim sem best ég get.
Embla þegar hún var lítil þá saknaði hún oft mömmu sinnar og fór þá að sjúga lítinn spotta á rú´minu mínu :) svo tók hún stundum upp á því að sjúga tærnar á mér og mig kitlaði svakalega.
Fyrstu vikurnar vildi hún ekkert annað en mjólk, greinilega því mamman gaf ekki frá sér vatn :P
Embla er mjög sniðug, og horfir á mann stundum þegar hún verður fúl / hneyksluð: ‘' Ef þessi væri nú bara aðeins minni ’' :'D
Svo er hún mjög góð við ruslapokana, klórar / bítur stórt gat og tekur Karrí-fiskinn sem mamma eldaði í gærkvöldi ur honum :) svo ef hún fær ekki nógu mikla athygli þegar ég er að læra / í tölvunni þá kemur hún og traðkar á lyklaborðinu og lætur í sér heyra:)
Hún fúlsar ALDREI við s.s. rækjum, harðfiski, pítsu með kjötveislu, mjólk og svona mætti lengi telja. Ég ætti að lýsa henni en þar sem það kemur mynd með ætti það að vera óþarfi :P
PS: Embla er grindhoruð



OLIVER: Hér mun ég lýsa Oliveri, þar sem ég hef enga mynd af honum. Oliver er allur svartur og með svart nef, ansi bústinn. Gul augu sem lýsa mjög vel í myrkri, mætti nota sem vasaljós:P
Mjög kelinn en ef Embla er eitthvað að abbast uppá Oliver þá ber hann stundum Emblu ^^
En við reynum okkar besta til að stöðva þetta.
Óliver er mjög ljúfur köttur og alltaf sleikir hann tárin ef ég er dapur, og hoppar með mér þegar ég er kátur. ( honum finnst salt-bragðið í tárunum mínum mjög gott hehe :P )




SNÚÐUR: Snúður. Feldurinn hans er eins og koddi
og ekki gefur malið mikið eftir. Ég var að klappa Snúði um daginn og ég var að tala við vin minn í leiðinni og hann hélt að þetta væri sláttuvél xD
Snúður er mjög kelinn og MAJOR LATUR! ef hann er sofandi og maður flytur hann á gólfið, þá hreyfir hann sig ekki! :P
Lýsingin á honum elsku Snúðs mínum -

Hann er hvítur og með svört-brúnum doppum. trýnið hans er bleikt og loppurnar hvítar.
Skottið er víðamikið og svert, en er ókunnur köttur kemur á hans lóð reynir hann að gera skottið breytt, en ekki tekst það alltaf…

Fyndnar sögur af

EMBLU: Einu sinni var hún uppi á arinhilu þegar hún sá flugu. ´Flugan flaug og flaug þangað til
það endaði með því að flugan flaug af arinhillunni. Embla hugsaði sig ekki tvisvar um og stökk á eftir henni ( heldur langt fyrir hana, svo lítil ^^ ) En á leiðinni niður fór hún í gegnum uppáhalds málverkinu hennar mömmu sem hún keypti á rándýru verði í Sviss. Öll myndin var útöskjuð, með Emblu í miðjunni haha xD
Saga 2: Einn af þessum dögum var Embla að rífa í ruslapokana frammi, ég ætlaði að fara að stöðva hana þegar hún hljóp á harða spretti með harðfiskpoka á hausnum! Hún hljóp og hljóp og hljóp, ég hló smá fyrst en svo kallaði ég á sissu fyrir hjálp, Embla gæti kafnað á hverri stundu. Í sameiningu tókst okkur að ná henni :P

OLIVER: Oliver hefur haldið sínum heiðri, þannig að ég Skippa bara beint yfir á Snúðs. Hann hefur nú aldeilis glæpaferil að baki.

SNÚÐUR!!! : Einu sinni á köldum vetrardegi fór ´Snúðs út um svalardyrnar. Vitanlega var engin leið út svo jájá bara beint uppá þak. 5 mínútum síðar var hann mjálmandi og mamma öskraði á mig að þagga niður í þessu helvíti. Ég bað pabba um að fara uppá þak til að ná í hann, en hann vildi ekki fara niður. Það gerðist ekki fyrr en pabbi mokaði af svölunum!!
Svo var það nú einu sinni er snúður hitti versta óvin sinn, GULA KÖTTINN! Hann reyndi að gera skottið sitt breitt, en það varð bara breitt að hálfu WTF?

Jæja, þetta var ´nú allt!

PS: Stjórnandi plz samþykktu, ég hef lagt mjög mikla vinnu í þetta.