Fjölgun White's trjáfroska hefur í för með sér að þeir þurfa að leggjast í dvala í um 6 vikur, 2-4 vikum fyrir þann tíma þurfa þeir að vera duglegir að éta, maður þarf líka að hafa stórt fiskabúr þar sem hp gildið í vatninu er 6.8-7.2 og ammona og nitrit á að vera eins lítið og hægt er(well cycled) undir seiðin þar sem þau verða til og vaxa, á meðan það er gert þá geturðu undirbúið fiskabúrið

Undirbúningur fiskabúrsinsÞ
400 lítra fiskabúr er fínt í þetta, fylltu það svona upp í 3/4 og settu upp, allt sem þarf fyrir venjulegan gullfisk, og halltu honum á lífi þarna í 45 daga, þá ætti ph gildið að vera orðið 6.8-7.2 og ammonia og nitrit ætti að vera í núlli, meiri upplýsingar eru hér http://animal-world.com/encyclo/fresh/information/CycleAquarium.php . þegar vatnið er tilbúið þá þarftu að fá þér hitara til að halda vatninu í 26-29 c° það er kjörhitastig fyrir seiðin að lifa í, einnig þarf að setja upp regnklefa taktu plastbakka og boraðu fullt af litlum götum á botnin, taktu síðan ódýra dælu sem dælir upp úr búrinu vatni og í plastboxið(hringrás), einnig er nær nauðsynlegt að koma fyrir einhverjum gróðri, svosem anacharis, amazon sverð, microswords, crypts, wisteria eða aðrar plöntur sem froskarnir geta setið á(án þess að vera í vatni)

Að fá froska til að leggjast í dvala
Á meðan búrið er að verða tilbúið þá geturðu fengið fullorðnu froskana til að leggjast í dvala, byrjaðu á því að taka karl og kerlu og vertu viss um að þau séu heilbrigð, því að þetta er frekar erfitt ferli fyrir þau og gæti gengið af þeim dauðum ef það er eitthvað að fyrir, froskarnir þurfa að vera orðnir 1 árs, (fínt að hafa þá svona ca 1.5 ára) vertu viss um að þeir séu búnir að tæma úr maganum áður en þú byrjar á þessu því annars eitrar maturinn fyrir þeim. þú vilt að búrið sé í kringum 18 gráðu heitt allt upp að 16 tíma á dag, hafðu froskbúrið dimmt og lokaðu fyrir helminginn af netinu yfir búrinu.

ATH: ef þú sérð að froskarnir eru veikir á einhvern hátt svosem óskýrari augu eða mikið þyngdartap þá skalltu þegar í stað hætta kælingunni og gerðu búrið aftur eðlilegt, farðu samt varlega í að hita það upp aftur, þeim er illa við miklar hitasveiflur.

Jæja þá er komið að því að skipta um búr, settu froskana í 400 lítra búrið og hafðu regndæluna sem ég talaði um áðan í gangi 6-10 klukkutíma að nóttu til, mökun á sér stað þegar “þurra” tímabilið er, það gæti tekið 2-5 daga fyrir mökun að eiga sér stað, þú verður að fylgjast mjög vel með búrinu og þegar mökun er búin að eiga sér stað þá líða ekki nema í mesta lagi 24-36 klukkutíma, fjarlægja skal froskana eftir mökun og koma þeim í eðlilegt búr, það geta verið yfir 1000 seiði sem klekjast út eftir aðra 36 klukkustundir og eftir aðrar 36 klukkustundir þá ættu seiðin að vera orðin mjög “virk”, notið sólarljós ef hægt er, ef það er ekki hægt þá skalltu nota “full spectrum fluorscent” ljós og ætti að vera 12-18“ yfir vatninu.
Eftir 3 eða 4 dagin þá geturðu farið að gefa seiðunum, það er fínt að byrja á ”high quality“ fiskafóður. þú villt ekki að það séu fleiri en 4 seiði á hvern líter(fullt 400 lítra búr = 1600 seiði), fylgstu vel með gæðum vatnsins, mældu hp og amoniu og nitrit magn vatns allavegana einusinni á dag, fyrstu seiðin gætu breyst í froska eftir ca 4 vikur, aðrir mun seinna.
það erfiðasta við að gera þetta allt saman er að halda við þessum hundruðir froska, sjá þeim fyrir mat og nógu stóru búri og hafa hópana undir stjórn

Eftirmáli:
White's trjáfroskar eru mjög harðgerðir, en eins og með alla froska þá fylgjast heilsa og vökvamagn líkama frosksins að, froskar innbyrgða vatn í gegnum húðina í formi gufu eða fínum úða, að halda búrinu hreinu og vatninu tæru sér til þess að froskarnir séu heilbrigðir og ”brosandi“ Algeng vandamál varðandi ræktun eru bakteríusjúkdómur sem er kallaður Rauðleggir, of mikið sandát, blinda, ”fungal infections“, ”metalic bone disease(mbd) út af of litlu calcium og d3 vítamín, sníkjudýr og stress, þetta er hægt að forðast með rétti umhiðru og reglulegri hreinsun á búrinu, hreinu vatni og almennu hreinlæti í kringum froskana
mælt er með því að þvo sér um hendur (án sápu) vel áður en haldið er á frosknum og einnig eftirá, ástæðan fyrir engri sápunotkun við þvott er því að lyktin af sápunni brennir þá, ekki skal heldur nota sápu við þrif á búri eða hlutum í búri vegna sama vandamáls.


þýtt af mér frá http://animal-world.com/encyclo/reptiles/amphibians/WhitesTreeFrog.php
stjórnandi frá fornöld kubbur#2950