Kæru dýravinir!

Loksins, loksins er kominn þáttur um besta vin mannsins, þarfasta þjóninn og alla hina góðu vinina okkar … dýrin!
Dýravinir er nýr þáttur á SKJÁEINUM sem fjallar um dýrin, fólkið og sögurnar bakvið hverja sál. Við eigum nefnilega öll okkar sögu. Nú leitar SKJÁREINN að skemmtilegum sögum, áhugaverðu fólki og síðast en ekki síst frábærum dýrum fyrir þáttinn Dýravini sem verður partur af vetrardagskrá SKJÁSEINS.

Sendu okkur línu á dyravinir@s1.is og segðu okkur þína sögu. Við bíðum spennt eftir að heyra frá þér.

Ef þú átt skemmtilega mynd af dýrinu þínu sem þig langar að deila með þættinum máttu endilega senda okkur hana á dyravinir@s1.is.