<font color=lightslategray>Þegar ég var 8-10 ára fékk ég páfagauk, svona lítinn gára. Hann var 2-3 ára þegar ég fékk hann, við skírðum hann Olla. Hann var alltaf svoldið sérstakur, ekki eins og flestir fuglar. Hann elskaði til dæmis að borða við matarborðið með mér, mömmu, og pabba. Hann bara gekk um borðið og smakkaði á öllu, sat oft á brúninni á sósupottinum og fékk sér sósu. :)
Honum fannst líka mjög gaman að fara í sturtu. Þá annaðhvort með einhverju af heimilisfólkinu eða bara útaf fyrir sig í eldhúsvaskinum..þá skrúfuðum við bara frá vatninu og hann undi sér í sturtu og speglaði sig í vaskinum í stundum marga klukkutíma.
Annað sem er svoldið skemmtilegt…hann var einkatannlæknirinn hans pabba. Alltaf þegar að pabbi var að horfa á sjónvarpið kom Olli og settist á öxlina á honum og beið. Ef pabbi opnaði ekki munnin fljótlega svo Olli gæti farið að hreinsa tennurnar hans þá beit hann í eyrað á pabba..mér fannst það alltaf svo fyndið.
Svo þegar mamma var að reyna að vekja mig á morgnanna á veturna þá gafst hún stundum upp og bara hleyfti Olla út úr búrinu sínu. Hann fór þá inní herbergi til mín og settist á sængina mína og fór að syngja og garga til að vekja mig. :) Svo var það eitt enn..hann slapp tvisvar út úr íbúðinni en kom í bæði skiptin tilbaka strax aftur. Og þegar ég segi að hann slapp út þá meina ég að hann hafi farið út um gluggan, ekki út í stigagang eða neitt (hann gerði það reyndar oft samt). Honum fannst alltaf mjög gaman að horfa á sjónvarpið, þá sat hann bara á sófabakinu og fylgdist með því sem í sjónvarpinu var. Það er margt annað skemmtilegt sem ég man eftir en þetta er það helsta. Mér finnst alltaf svo gaman að hugsa útí það hvað ég hef alltaf átt skemmtileg dýr. T.d. hundurinn minn núna, hann er alveg einstakur. :)
Anyway, varðandi hann Olla minn, hann dó 1998 eða 1999 vegna einhverjar veiki sem hann fékk í sarpinn. Hann var veikur svoldið lengi og dýralæknar reyndu að hjálpa honum eins og hægt var en ekkert virkaði. Svo eitt kvöldið þá sáum við að þetta var að enda hjá honum svo pabbi bara tók hann og sat með hann í lófanum og strauk honum þangað til hann sofnaði alveg. Ég mun aldrei gleyma Olla, hann er langbesti og skemmtilegasti páfagaukur sem ég á nokkurntíma eftir að kynnast, ég bara veit það. Reyndar langar mig í African Grey fugl núna en það verður hugsanlega að bíða aðeins.
Takk fyrir að lesa þetta. :)