Ég þurfti að láta elsku kisuna mína því bróðir minn er með ofnæmi og ég sakna hennar svo mikið að ég bara verð að fá mér annað gæludýr.
Þar sem ég er frekar lítið heima var ég að hugsa um að fá mér fiska. Mig hefur alltaf langað í svoleiðis.
Ef einhver hefur reynslu af því að eiga fiska og einhver góð ráð þá endilega speak out.
Mig hefur alltaf langað í svona litla fiska með blárri glansandi rönd og ég var líka að pæla hvernig búr mar ætti að fá sér og með allt þetta hreinsi dót.
Hversu oft þarf maður að þrífa búrið?
Er e-ð sérstakt sem þarf þarf að varast?
Hvað er eðlilegt verð fyrir svona meðalstórt búr með öllu?

Með von um góð ráð
:)
Talbína
Talbína