gæludýrin okkar Gæludýr

Ég myndi segja að allar manneskjur mættu vel eiga á einum tímapunkti í lífinu gæludýr. Ég trúi því að það geri okkur gott að eyða tíma orku og ást í viti bornar verur þó þær séu ekki manneskjur, og er jafnvel þroskandi, sérstaklega fyrir okkur yngra fólkið sem kann ekki að bera ábyrgð á neinu af ruslinu okkar.
En svo verðum við að spyrja okkur, er það ekki soldið yfirgengið og óréttlátt af okkur manneskjunum að hrefsa fyrir okkar eigin ánægju dýr sem eiga jafnmikinn rétt að vera frjáls og við hérna á Jörð?

Fiskar eru svona frekar ósjálfstæðar skepnur, það er nokkuð vitað, þeir gera basicly tvo hluti, éta og fjölga sér, synda svo um rýmið sitt og finna nýja hluti á hverjum einasta klukkutíma…þó það sé sami hlutur aftur og aftur. Er þá ekki bara rétt að við höfum þá í búrunum okkar til að horfa á og hafa gaman að?
En hvað með vitrari skepnur, t.d. hunda? Hundar eru svona töluvert gáfaðri, það mætti segja að þeir finni sér maka og njóti þeirra, leiki sér og þess háttar. Erum við þá að brjóta af okkur við að temja og “eiga” þá?

Ég held persónulega að það sé betra að líta á öll gæludýr sem félaga, sem vini sem þú hugsar um og elskar, að við séum einfaldlega að leita okkur að félögum og vinum á meðan við lifum út líf okkar..
Þetta fer náttúrlega eftir skoðunum hvers og eins, persónulega vil ég líta á dýrin sem vini.


ps. myndin er af dýri sem heitir Chinchilla.
True blindness is not wanting to see.