Erfitt en nauðsynlegt Ég hef verið með kanínuunga hérna í 6mánuði.
En málið er að henni vantar nýtt heimili vegna þess að við erum með tvær kanínur enn.
Við ákváðum að halda einni stelpunni úr gotinu og það vildi ekki neinn fá þetta yndi.
Hér er allt mögulegt um hana.
Hún heitir Bolla en sá sem vil hana má alveg breyta nafninu.
Hún er að verða sex mánaða 7september.
Hún fæddist á þessu ári 7apríl um nóttu.
hún átti 5systkini en eitt þeirra lést.
Bolla er algjör dekurrófa og finnst gott að láta halda á sér.
Henni finnst líka gaman að fá að vera úti að hlaupa.
Ekki getur hún farið á heimili þar sem að kettir lifa vegna ofhræðslu við þá.
En ef þið ætlið að fara að fá unga undan henni geriði það látið hana eignast í kringum átta mánaða.
Þarf að losna við hana sem fyrst vegna plássleysis.
Hún er mjög heilbrigð og góð kanína.
Við þurfum líka að losna við hana vegna þess að móðir hennar ræðst á hana.
Bolla er góð kanína fyrir þá sem eru að byrja að læra á kanínur.
Hún er oft mjög róleg en á það til að hoppa og skoppa útum allt ef að hún er laus.
Hún getur verið úti allt sumarið en er ekki viss með veturinn.
Það gæti komið sér illa að hafa hana úti yfir vetrartímann.
Hún hefur aldrei bitið neinn hérna í fjölskyldunni sem þýðir að hún er mjög góð kanína.
Bolla getur búið með börnum enda alist upp með börnum.
Ef þið viljið lítin fjörkálf látið mig vita í skilaboðum eða hér.

Kveðja Bestivinur

Hér er ein mynd