Kjaftaskur Shanghai, Kína – Kínversk kona hefur komið af stað skilnaðarmáli gegn manninum sínum eftir að “mynah” fugl, sem er gæludýrið þeirra, kjaftaði frá framhjáhaldi mannsins.
Samkvæmt Xinmin kvöldfréttum, grunaði konuna fyrst að eitthvað væri að þegar fuglinn fór að endurtaka orð sem virtust fengin frá leynilegum símtölum eiginmannsins til hjákonu sinnar eftir að hún kom heim úr mánaðarlangri heimsókn til foreldra sinna.
Hún sagði að orð eins og “skilnaður”, “ég elska þig”, og “vertu þolinmóð” hefðu orðið algengari í skrækjum fiðruðu sögusmettunnar.
Hún sagði að fuglinn hefði orðið sérstaklega málglaður þegar síminn hringdi.

Konan, sem er frá suð-vestrænu borginni Chongqing, sagði að hún hafi grunað manninn sinn fyrr en málgleði “mynah-sins” hefði verið síðasti naglinn í líkkistunni.
Samkvæmt blaðinu fór hún með málið, ásamt fuglinum, á lögfræðistofu á staðnum til að fá ráð, vonanði að fuglinn gæti vitnað í rétti gegn manninum hennar.
Lögmennirnir sögðu henni hins vegar að þeir væru ekki bjartsýnir að vitnisburður fuglsins myndi sannfæra réttinn.
“Dómararnir eru ólíklegir til að dæma gegn manninum þínum með aðeins orð ”mynah-sins“ til vitnisburðar,” sagði Wu Di lögmaður við hana orðrétt.
:)
Þetta kennir manni að vera ekkert að halda framhjá! (vona ég að minsta kosti)
Just ask yourself: WWCD!