Skjaldbökurnar mínar Ég á tvær litlar sætar skjaldbökur sem ég elska út af lífinu, ég var núna fyrir helgi að kaupa handa þeim nýtt búr, 370 l. alveg svakastórt og þær virðast nú ánægðar með það!
Þær heita Rómeó og Júlía… allir sem halda að skjaldbökur séu ljótar eða ekki góð gæludýr þá megiði hugsa aftur!! Þessar bökur mínar hafa svakalega mismunandi persónuleika, og það er gaman að fylgjast með þeim.
Rómeó til dæmis er mjög skotinn í Júlíu, er alltaf að skoða hana og fullvissa sig um að hún sé þarna hjá honum, hann er líka svona frekar rólegur þegar maður tekur hann upp og er allur svona rólegri, Júlía hinsvegar er mjög ákveðin stelpa, hún lætur sko ekki vaða yfir sig! Hún verður stundum mjög pirruð á Rómeó og bítur hann þá í neglurnar, enda er hann alltaf að pota þeim framan í hana í einhverjum ástarjátningarleikjum, hún verður alltaf svakalega fúl ef maður tekur hana upp, hvæsir og reynir að bíta, og ef hún er svöng, þá vita það sko allir, hún lætur sko heyra í sér!
Núna er Júlía að reyna að sofa, en Rómeó eitthvað að skoða í kringum sig.
Þetta eru æðisleg dýr!
Just ask yourself: WWCD!