Rottur sem gæludýr?? Núna nýlega hafa ‘gælurottur’ mikið verið í umræðunni komu meðal annars í Séð&Heyrt og Kastljósinu.

Þá er komin manneskja sem átti heima í Danmörku og ákveður að rækta rottur á Íslandi. Þegar hún er að lýsa því hvernig hún hefur dýrin laus blöskrar manni… ‘Þær ganga lausar um íbúðina og eg hleypi þeim alltaf út einu sinni á dag að minnsta kosti’ ef eg væri nágranni þessarar konu mundi eg kalla á meindýraeyði!

Rottur hafa alltaf verið meindýr og hefur verið unnið að, útrýmingu þeirra hér á Íslandi þetta eru smitberar sem báru með sér til dæmis svarta dauða hér fyrr á öldum og þetta vill fólk fá inn í hús til sín.
Maður spyr sig eru þessar rottur virkilega að seljast?

Hver er ykkar skoðun á málinu? Persónulega mundi ég tryllast ef að nágranni minn væri að láta rottuna sína skottast um götuna! af hverju heldur fólk sig ekki bara við hunda og ketti og önnur eðlileg gæludýr =D