Í þessar ritgerð ætla ég að fjalla um rándýrið tígrisdýrið eða Panthera tigris eins og það er kallað sem vísindaheiti.
Við munum fræðast um hátterni þess, þ.e. a. s. veiðiaðferðir og bráð þess, félagslegar hliðar tígrisdýrins, undirtegundir og um það hversu mikilvægt er að passa upp á tegundina vegna mikillar útrýmingarhættu.
Þá mun ég fjalla um umgengni mannsins við tígrisdýr. Að lokum velti ég upp nokkrum spurningar sem leitað verður svara við í lokaorðum.
.Hversu gömul verða tígrisdýr?
Hve gömul eru þau þegar þau eru orðin fullvaxin?
Hvaða er kjörbýli tígrisdýra?
Hversu mörg tígrisdýr lifa nú í villt í heimkynnum sínum?



Tígrisdýr er rándýr af kattarætt. Aðeins er til ein tegund af tígrisdýrum en þó þau séu öll af sömu tegund er þó mikill munur á þeim. Tígrisdýr lifa villt í Asíu. Tígrisdýr eru stærst allra núlifandi kattardýra, þau geta orðið yfir 300 kg að þyngd. Skrokklengdin er frá 136cm til 260cm, hæð á herðarkamb er 65 til 120cm. Tígrisdýr eru víðast hvar í mikilli útrýmingarhættu vegna mikilla veiða á þeim á síðustu áratugum.
Í byrjun 19. aldar voru um 100.000 tígrisdýr víðs vegar um Asíu en um árið 1970 voru aðeins 4.000 tígrisdýr eftir. Á þeim tíma voru tígrisdýr veidd í gildrur, þau skotin og eitrað fyrir þeim vegna þess að þau voru talin vera hættuleg. Þetta var þó ekki aðeins út af veiðunum, því víðs vegar varð mikil eyðilegging á kjörbýl idýranna. Tígrisdýr lifa villt í Indlandi ,Bangladesh ,Nepal ,Bhutan ,Malaysíu ,Sovétríkjunnum ,Kína og Kóreu. Tígrisverndarsamtökin Operation Tiger var stofnað árið 1970 og stuðlaði að því að tígrisdýr voru friðuð og stofnaðir sérstakir afmörkaðir verndunargarðar fyrir tígrisdýr í öllum heimkynnum þeirra.
Tígrisdýr eru einfarar. Þau veiða ein og forðast að hitta önnur tígrisdýr nema við mökun og þegar mæður fylgja kettlingum. Ástæða þess að tígrisdýr eru slíkir einfarar er sú að í heimkynnum þeirra er ekki nógu mikið af bráð. Það veldur því að þau geta ekki lifað saman í hóp og veitt saman og það er því ekki veiðiaðferð þeirra.
Við veiðar felur tígrisdýrið sig í háu grasi svo sem reyr eða bambusþykknum. Rendur í feldi dýrsins falla vel að umhverfinu og þannig fylgist dýrið með bráð sinni, oft í skjóli nætur. Þegar tígrisdýrið er komið nógu nálægt, stekkur það á herðar bráðarinar bítur hana síðan á háls eða hnakka , þannig að hálsliðir bráðarinnar liðna í sundur og veldur dauða samtstundis .
Tígrisdýr getur ekki elt bráðina á hlaupum svo að ef skökkið mistekst sleppur bráðin oft. Níu af hverjum tíu veið tilraunum tígrisdýrsins mistakast. Þegar tígrisdýr nær bráðinni étur það allt að 20 kg í einu. Af því getur dýrið lifað í nokkra daga. Þó tígrisdýr séu þolin eru þau ekkert sérstakir spretthlauparar, enda er það ekki aðferð þeirra við veiðar.
Í norður Asíu étur síberíutígurinn skógarbirni, hirti, elgi en mest þó af villisvínum. Einnig nærast tígrisdýr bæði í suður og norður Asíu á litlum spendýrum og fuglum. Í suður-asíu éta tígrisdýr líka mest af villisvín en einning vatnabuffala, gauruxa, unga nashyrninga, tapíra og fíla. Tígrisdýr er eina rándýrið sem getur veitt fullvaxna fíla og nashyrninga.
Villt tígrisdýr ráðast venjulega ekki á fólk nema um særð eða veik dýr sé að ræða. Á Indlandi látast um 40 manns árlega af völdum tígrisdýra sem éta menn. Þó svo sé forðast tígrisdýr yrirleitt menn.
Tígrisdýr una sér vel í vatni og geta synt með 170kg villisvín á þess að hafa mikið fyrir því.
Fengitími Tígrisdýra er ekki árstíðabundinn en einkum á veturnar á norðlægari slóðum. Tígrisynjur ganga með kettlinga í 3 mánuði og geta eignast 1 til 6 kettling þó oftast séu þeir 2 eða 3. Við fæðingu eru kettlingarnir aðeins 850 til 1200gr. Þeir fæðast blindir og drekka mjólk úr móður sinni í 6 til 8 vikur. Alveg til 18 mánaða aldurs veiðir móðir þeirra fyrir þá. En eftir það fara þeir sjálfir að byrja að veiða.
Kettlingarnir halda sig á óðali móður sinnar til 3 ára aldurs ef nóg er af bráð. Þó fara fresskettlingarnir oft fyrr en tígrisynjurnar. Tígrisdýr geta náð 26 ára aldri en það er talinn vera hámarksaldur.
Tígrisdýr helga sér óðal með þvagmerkjum og með því að klóra í tré eða annað mjúkt efni og skilja þannig eftir sig skilaboð til annara tígrisdýra,
Þó að aðeins sé til ein tegund af tígrisdýrum eru samt fimm ólíkar undirtegundir sem þekkjast í sundur af ytra útiti þeirra og heimkynnum þeirra.
Síberíutígurinn er til dæmis lang stæstur, loðnastur og með fremur ljósan feld, hann lifir í Síberíu. Síberíutígurinn þarf stórt óðal sem geta verið yfir 1000 kílómetra svæði. Fáir lifa nú í frelsi en þeir eru um það bil 400.
Kínatígurinn er mun minni en Síberútígurinn, hann er snögghærður með greinilegum stuttum en strjálum rákum. Þau lifa í suður-kina en eru jafnframt eina undirtegundin sem er ekki alfriðuð.
Mið-Asíu-tígurinn er mjög loðinn sérstaklega á kverk og kviði, með mjóar og þéttar rákir. Dýrið lifir þar á bökkum fljótanna Amú- og Syr-Darja þar sem gráðursælt er.
Indlandstígurinn er næstum jafn stór og Síberútígurinn en hefur mun sneggri og litskærari feld.
Súmötutígurinn lifir í Indónesíu, hann er smár með stuttan og dökkan feld með rjómagulan lit á kviðnum.
Til eru tígrisdýr sem eru kölluð hvít tígrisdýr. Þessir tígrar flokkast ekki undir neina undirtegund né albínóa. Liturinn er afleiðing af víkjandi, að öllum líkindum stökkbreyttu geni sem þessi dýra bera. Þetta er mjög sjaldjæft og á 18.öld voru þau í miklum metum hjá indversku fyrirfólki og veidd vegna feldsins. Nú eru til um 100 hvít tígrisdýr í dýragörðum og þar eru þau ræktuð.
Tígrisdýr hafa verið ræktuð mikið í dýragörðum og fjölleikahúsum og eru þar mjög vinsæl. .Í fjöllleikahúsum eru tígrisdýr látin leika ýsar listir, skökkva í gegnum logandi eldhringi og oft stingur tígrisdýrþjálfarinn höfðinu á sér upp í galopið ginið á tígrinum. Tígrisdýr er gæf og þæg í ræktun og hefur það stuðlað að vinsæld þeirra. En á móti hefur komið að há dánartíðni er eða um 30 til 40 prósent ketlinganna deyr fyrstu vikuna. Þrátt fyrir ýmsa sjúkdóma sem herja á tígrisdýrin eru þau langlíf ef nægs hreinlætis og góðrar aðstöðu er gætt.


Nú hefur verið fjallað um flest sem við kemur tígrisdýrum, og það er vonandi að einhverjir verði margsvísari um tígrisdýr og lifnaðarhætti þeirra
. Hér að endingu eru svör við spurningunum í innganginum.

Tigrisdýr verða ekki mikið eldri en 25 ára í mesta lagi.
Tígrisdýr verða kynþroska við 3 ára aldur og eru því fullvaxin um svipað leyti. Kjörbýli tígrisdýra eru í skóglendi sem fer eftir undirtegund en þau er í barr-, fenjarviðar-,bambus- og regnskógum en svo eru þau líka á gresjum.
En eru tígrisdýr í hættu vegna umsvifs mannsins á heimkynnum tígursins en þó hefur tígurnum fjölgað.
Síðustu ár lifa um það bil 6000 til 9000 tígrisdýr villt í Asíu.
“…Guns is still close to my heart, I'm loyal to the day I die, I suppose.”