hæbbs =) Þannig er mál með vexti að ég er að fara að fá mer Naggrís ég ér mjög hrifin af þessum dýrum :P og var að velta fyrir mér hvort hægt væri að nota gamla fiskabúrið til þess að hafa þá í þaðer 54 lítrar (nægt pláss) með ljósi og alles en myg langar að deyla með ykkur ýmsum upplýsingum um Naggrísi ::

1. Lifir í 5 til 7 ár, jafnvel geta orðið 12 ára.
2 Þarf stórt búr til þess að líða vel
3 Búrið verður að vera hreint og fæðan fersk
4 Er félagslynt dýr og þarf athygli og æfingu daglega
5 Þarf umönnun þegar þú ert í burtu
6. Eru önnur dýr á heimilinu, sem geta verið saman. Kanínur og naggrísir eiga ekki vel saman..
7. Er ofnæmi í fjölskyldunni fyrir dýrahárum?
8. Marsvín geta þurft á dýralæknahjálp að halda, það kostar peninga.
9 Marsvín er nagdýr sem getur nagað húsgögn, teppi og leiðslur

Fóðrun. Nýtt gras, hey, hrátt grænmeti og ávextir. Marsvín nota ekki framfætur þegar þau borða, svo betra er að skera grænmeti niður í bita. Melónur og sellery eru góð sem aukabitar fyrir naggrísi. Auk þess þurfa naggrísir korn á hverjum degi. Ef gefið er blautt fóður skal tæma og hreinsa skálina eftir fóðrun, svo ekki verði eftir súrar leifar. Marsvín þurfa að hafa fóður allan sólarhringinn. Ef naggrísinn hoppar í matarskálina, þó þarf að þrífa hana oft, svo fóðrið verði ekki mengað. Hafið alltaf ferskt vatn hjá dýrunum.
Heimili marsvíns.
Búrið ætti að hafa gólf úr plasti og opnast bæði að ofan og á hlið.
Fyrir einn naggrís þarf stærð að vera minnst 68 x 36 x 35 cm.
Fyrir tvo naggrísi þarf búrstærðin að vera 80 x 80 x 45cm eða 100 x 40 x 35 cm.
Lítið svefnhús helst úr viði þarf að vera í búrinu svo og drykkjarker hels sjálfbrynjari, fóðurskál, fóðurtrog fyrir hey eða gróffóður og undirlag (bedding). Það getur verið ágætt að nota kattasand undir til að halda búrinu þurru, en athugið fyst hvort naggrísinn reynir að éta sandinn, þá má ekki nota kattasand.
Ekki nota undirlag (spænir) úr furu eða sedrusvið, það getur valdið lifrasjúkdómum hjá naggrísum.

upplýsingar af www.dagfinnur.is vona að þetta geti hjálpað eitthvað og að einhver geti svarað spurningu mynni um búrið :)