Jæja þar sem að það er ekkert kanínuáhugamál ákveð ég að skella þessu hérna inn.

Í sumar fengum við okkur 2 kanínur, eina stelpu og einn strák.

Stelpan var ungafull þegar við fengum hana og eignuðumst við 7 sæta unga, mánuði seinna en aðeins 6 lifðu af.

Já og eins og orðatiltækið segir “fuck like rabbits” þá leið ekki á löngu þartil hún var orðin ungafull aftur og mánuði seinna fékk hún aðra 6 en aðeins 5 lifðu af.

Eftir annað gotið tókum við kellinguna og kallinn frá hvort öðru og eru þau í sitthvoru búrinu og svo allir ungarnir í einu búri.

Fyrir viku síðan dóu allt í einu 2 ungar, bara upp úr þurru. Byrjuðu að æla galli og grænu ógeði og svo bara dóu þeir.

Við hugsuðum nú ekkert mikið um þetta, fannst þetta samt undarlegt, en víst að hinir virtust ekki vera veikir þá hættum við að pæla í þessu.

Svo allt í einu í gær þá fann systir mín enn einn ungann nær dauða en lífi.
Við reyndum að hjálpa honum en hann dó í höndunum á mér 15 mínútum seinna.

Hann ældi ekkert og mig grunaði að hann hefði brotið eithvað bein í hnakkanum því hann var alveg mjúkur þar, en hinar kanínurnar voru harðar á sama stað.

Í morgun gerist svo það versta, mamma mín lítur út og sér þá að allar kanínurnar eru annaðhvort dauðar eða nær dauða en lífi, en ein virtist vera svona í ágætu ásigkomulagi. Ég ákvað að nú væri komið nóg, safnaði 4 dauðum kanínum í kassa og eina sem var að deyja og keyrði til dýralæknisins. Hann rétt leit á þessa sem var að deyja og sagði við verðum að aflífa þessa núna.

Hann sprautaði hana í hjartað og hún dó samstundis. Hann ákvað að kryfja hana og sagði mér að koma með þennan sem væri í góðu ásigkomulagi til sín.

Ég keyrði heim og sótti hana og fór aftur til hans. Hann sagði þá að það hefði verið blóð í brjóstholinu á þeim, (ástæðan fyrir því að ég hélt að kanínan í gær væri brotin) og að honum finndist þetta mjög undarlegt, því að elstu kanínurnar eru enn á lífi, semsagt mamman og pabbinn.

Núna er hann að reyna að redda seinustu kanínunni og finna út hvað þetta geti verið, ég gruna að maðurinn í næsta garði hafi eitrað fyrir þeim, ekkert annað kemur til greina og læknirinn efast um að þetta sé sjúkdómur.

Nú er bara að bíða og vona að hann nái að redda þessari seinustu:(