Elsku Engil kanínustrák vantar heimili Ég á kanínustrák sem heitir Sebastían og er núna að verða 3ja ára. Fyrir um það bil einu og hálfu ári síðan ætlaði ég að fá félaga handa honum, enda er hann oft einn heima.

Ég fór að skoða mig um á netinu og sá Engil auglýstan. Þáverandi eigandi hans varð að gefa hann vegna þess að það var komið upp ofnæmi á heimilinu. Til að byrja með voru Engill og Sebastían bestu vinir og sleiktu eyrun hvor á öðrum og kúrðu saman, en Engill tók fljótlega upp á því að fara að riðlast á Sebastíani, eitthvað sem Sebastían var alls ekki hrifinn af. Þeir hættu því að vera vinir og tóku upp á því að slást á hæl og hnakka og um viku seinna varð ég að láta Engil aftur frá mér. Ég náði samt að kynnast honum vel á þessari viku og ég verð að segja að hann er yndisleg kanína, kelinn og góður og finnst voða gott að knúsast. Daginn sem nýji eigandinn ætlaði að koma að sækja Engil hélt ég að hjartað myndi rifna úr mér og þegar dyrasíminn hringdi var ég að hugsa um að svara ekki, en það var víst ekki hægt að vera með þessar 2 kanínur, ekki í jafn lítilli íbúð og ég bý í.

Það er ömurlegt að segja frá því, en Engill var ekki heldur lengi á næsta heimili. Ekki vegna þess að hann sé ekki góð kanína, heldur kom upp sama vandamál: Engill slóst við kanínurnar sem fyrir voru (þó þær væru kvenkyns). Mér stóð alls ekki á sama og hjálpaði því til við að finna Engli nýtt heimili. Það tóks og hann fékk ofsalega gott heimili þar sem hann fær mikið frelsi og fólki þykir vænt um hann. Eins leiðinlegt og mér fannst að geta ekki haft Engil hjá mér, þá var ég samt ánægð, því þarna var hann kominn á heimili þar sem honum leið vel og hann fékk aðra til að líða vel.

Núna er svo komið að Engill verður að skipta enn einu sinni um heimili vegna flutninga. Ég fullvissa ykkur um að það er ekki vegna þess að það sé neitt að þessari kanínu, heldur vegna aðstæðna sem eru algerlega eigendunum (já, ég er að tala um sjálfa mig líka), en ekki henni að kenna.

Mér líður svo illa yfir þessu, þar sem að ég var sú fyrsta til að senda hann aftur á nýtt heimili, að ég vil gera eins og ég get til að finna nýtt heimili handa honum. Er ekki einhver þarna úti sem getur hugsað sér að taka að sér u.þ.b. 3ja ára, yndislega, svarta og hvíta kanínu? Einhver sem er ekki með kanínu á heimilinu fyrir? Einhver sem getur þótt vænt um kanínu sem endurgeldur umhyggjuna hundraðfalt? Einhver sem þarf alveg milljón prósent ekki að finna enn eitt heimilið handa Engli?

Ég veit að það verður allt gert til þess að finna Engli nýtt heimili, og ég veit að núverandi eigandi sendir hann ekki á hvaða heimili sem er, en ef ekkert finnst, þá verður lítil, saklaus og yndisleg kanína svæfð fyrir að hafa ekkert gert annað en að vera til.

Mikið vona ég innilega að einhver hjartahlýr með gott heimili lesi þetta og hafi samband annað hvort á þessum þræði eða við Lindu Bj í gengum tjörvaspjallið (www.tjorvar.is/spjall).

Hérna er þráðurinn með auglýsingunni frá Lindu: http://www.tjorvar.is/spjall/viewtopic.php?t=13057

H érna eru svo gamlar myndir af Engli:
1) http://www.hi.is/~evagud/engill.jpg
2) http://www.hi.is/~evagud/engill2.jpg
2) http://www.hi.is/~evagud/engill_sofandi.jpg