Íslenski refurinn hefur mörg gælunöfn þar má nefna tvö sem er lang algengust meðal fólks það eru Lágfóta og Tófa, Ég mun nota tófa í þessari ritgerð.
Tófan (Alopex lagopus) er af hundaætt(Canidae) einsog um 20 aðrar refategundur sem greinast í 4 ætthvíslir. Íslenska tófan er eina tegundin í sinni ættkvísl en hún nefnist Alopox. Aðrar tegundir einsog rauðrefurinn og kattarrefurinn er mjög skyldir tófunni en eru þó í annari ættkvísl.

Tófan var eina villta landspendýrið þegar norrænir menn komu hingað að nema land á Íslandi. Líklegast þykir að tófan hafi lifað hér allt frá lokum ísaldar, en einnig getur verið að hún hafi lifað hér mun lengur. Þegar á ísöld stóð þá var hana að finna í sunnanverðri Evrópu, en þegar ísröndinn hopaði norður eftir þá fylgdi tófan eftir enda hefur hún væntanlega orðið fyrir mjög erfiðri samkeppni við rauðrefinn þar sem var hlýrra og fæðuframboð meira.

Tófan er nokkuð útbreidd en hún lifir allt í kringum norðan íshaf og á freðmýrum N-Ameríku og Evrasíu. Hún norðlægust allra refa enda er tófan sérstaklega vel útbúin undir heimskautalofslag þótt að loftslagið sé mjög breytilegt á útbreiðslusvæðum hennar. T.d. eru veturnir hér mun mildari og rigning algengari en á freðmýrum Síberíu og nyrstu eyjum Kanada. Einnig er fæðuframboðið mjög mismunandi milli landa sem Tófan lifir á. Það hefur áhrif á stofnstærð, stofnsveiflur, frjósemi og fleiri þætti í vistfræði þeirra.

Íslensku tófurnar eru yfirleitt 2½ - 4½ kg en það er breytilegt eftir kyni og árstíma. Lengd frá trýni til skots eru 50 – 60 cm en skott er 25 – 30 cm. Hæð á herðakambi er um 30 cm. Flestir refir eru brúnleitir allt árið en aðrir eru grábrúnir á sumrin en feldurinn skiptir um lit og verið hvítur á veturna svo að það verði erfiðara að koma auga á þá. Allir refir gera sér svokallað greni, oftast í urð og tófan gýtur þar yrðlingum sínum. Yfirleitt eru fleiri en eitt op á grenjunum. Refurinn étur um það bil allt sem að kjafti kemur því að fæðuúrvalið leyfir honum enga matvendi því að hér er ekki mikið líf. Við sjávarsíðuna lifir hann mikið á sjófugli og skelfiski en á jafnvel til að næla sér í hrognkelsi, kópa eða selshræ. Refurinn er afburða snjall við veiðar og þeir refir sem halda sig inná fjöllum (refir í nágrenni Hafnar í Hornafirði) og heiðum veiða rjúpur aðalega á veturnar en á sumrin veiða þeir ýmsa mófugla og gæsir, auk þess sem þeir éta egg og unga fugla. Lömb geta einnig lent í kjafti tófunnar, en tófan á erfitt að ráða við fullorðna kind en geta þó drepið eina og eina kind. Áður fyrr var litið á tófuna sem hinn mesta skaðvald sem ógnaði sauðfé og fuglalífi. Hún var talin keppinautur mannsins um lífsbjörgun. Tófur sem leggjast á sauðfé eru kallaðar “dýrbítar”. Refir fyrr á öldum voru því veiddir í gildru og skotnir og stundum var gengið svo langt að eitra fyrir þeim en þegar eitruninni var beitt sköðuðst líka aðrar tegundir t.d. haförninn sem var nærri útrýmt í upphafi 20 aldar.

Ýmsir sjúkdómar hrjá tófuna einsog reyndar allar dýrategundir en engir þeirra er talinn eiga eftir að hrjá tófuna það mikið að hún eigi eftir að missa mikið af stofnstærð sinni eða verða aldauð. Tófan lifir góðu lífi hér á Íslandi en það er nauðsynlegt að hemja stofnstærð hennar með því að liggja á grenjum og veiða tófuna þegar færi gefst.

Ein stærsta rannskókn á tófum á Íslandi var gerð í Ófeigsfirði á Ströndum af Páli Hersteinssyni árin 1978 og 1979.