Hérna ætla ég að segja frá litla dverghamstrinum mínum honum tóta sóta sem dó 30 Júní 2004
Ég held að það hafi verið í febrúar þegar ég fékk annan dverghamsturinn minn. ég átti annan fyrir og þegar ég og systir mín vorum í dýrabúðinni í spönginni þá sáum við ósköp vesæan hamstur sem hafði orðið útundan hjá mömmu sinni og fékk ekki nóg að borða og var því með næringaskortur. Hann var svo lítill og aumingjalegur að við gátum ekki annað en að taka hann að okkur. Og við gerðum það og fórum með hann heim. við gæafum honum nafnið Tóti Sóti.
Við áttum að gefa honum eplamauk og ávexti til þess að hann geti fitnað.
við leyfðum honum og hinum hamstrinum Pílu Pínu að hittast en hún bara réðst á hann. Við slitum þau í sundur og Þau fengu ekki að hittast meir. kannski einu sinni eftir það.
hann klifraði alltaf í búrinu og var mjög góður í því.
Hann lagaðist smá og við reyndum að gefa honum aðeins meira að borða.
hann var fínn svo í nokkrar vikur en svo fljótlega í maí fékk hann sórt kýli á löppina.
systir mín hélt að þetta væri bara graftarkýli og við létum þetta bara vera.
hann fór að verða aftur svona grannur og fór að verða mjög latur. Svaf eignlega alltaf og kom aðeins út til þess að fá sér að borða.
Við ákváðum að fara með hann til dýralæknis og fengum þær fréttir að kýlið á löppinni væri krabbamein. Við fórum með hann aftur heim og ætluðum að láta svæfa hann eftir nokkra daga.
Eftir svona viku hættum við að láta svæfa hann og leyfðum honum að deyja bara sjálfur.
Hann var orðinn mjög veikur og rólegur og hann svaf stundum á maganum á manni. Einu sinni í 1 og hálfan tíma.
svo byrjaði hann að anda skringilega. Mjög hratt og var bara mjög veikur.
Við héldum að hann myndi lifa í júli en í gær 30 Júni þegar systir mín var að fara þrífa búrið hans ætlaði hún að taka bómulinn úr húsinu og hann og setja bómulinn í ruslið.
Hann datt líka með í ruslið. systir mínætlaði að taka hann aftur upp en sá að hann hreyfði sig ekki. hann andaði ekki eða neitt. hann lá bara á hausnum í ruslinu. Hún kallaði á mig og ég kom smá við hann og sá augun í honum opin. Systir mín tók í bómulinn og hann var fastur í honum. Hann var stirðnaður.
Hann hafði örugglega dáið um nóttina.
Hann var með litla hnetu á maganum og hafði örugglega verið að borða. við settum hann í líkistu sem pabbi okkar hafði smíðað og settum blóm með honum. Svo um kvöldið fór ég og vinkona mín út í garðinn minn og gófum hann þar. ég setti nokkur blóm á gröfina og við kvöddum hann.
Mér finnst alveg eins og hann sé ekki dáinn. Mér finnst eins og hann sé ennþá í búrinu sínu sofandi eða að borða. hann er samt örugglega kominn á mikli betri stað núna. þar sem hann kvelst ekki.
þetta var sagan hans Tóta Sóta.
Ég veit að hann var bara lítill dverghamstur sem getur bara lifað í 2 ár eða eitthvað þannig en ég sakna hans samt.