Ég hefði ekki haldið það fyrir ári síðan að músaplága yrði á heimilinu mínu og hvað þá að ég hefði boðið músunum inn á heimilið mitt sem gæludýr. Hér eftir kemur stutt saga hvernig svo vildi til.


Ég og kærastan eigum orðið þó nokkur stykki af stökkmúsum. Þetta byrjaði allt á því að við vorum spurð hvort við vildum taka að okkur litla mús sem hét Lúcifer af því þáverandi eigendur ætluðu að fá sér annað dýr. Auðvitað vildum við það, enda mjög sætt dýr. En eftir að hafa haft strákinn í nokkurn tíma óttuðumst við að hann væri einmanna og því álitum við svo að skynsamlegast væri að útvega honum bólfélaga, svona til gaman. Okey, allt gekk það eftir og við vorum þá komin með tvær mýs, nýja mús sem hét Dimensia. Þ

Þegar bólfélagar nota ekki verjur, þá gerast slys, og einmitt það gerðist. Allt í einu tístu 5 stykki af gráum, brúnum og svörtum músum í horninu í litla búrinu. Ekki var það nógu sniðugt og var því ráðist í að útvega þeim stærra búri. Tíminn leið og mýsnar urðu fullorðnar, nú 6 stykki í allt(einn upprunalegi unginn lést) og voru ungarnir skýrðir Seth, Anúbis, Morticia og Serentipity. Og þegar krakkarnir eru allir vaxnir upp, þá byrja mamma og pabbi að gamna sér aftur án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að krakkarnir trufli þau. En notuðu þau verjur, I think not.. Enn og aftur heyrist tíst eftir 3-4 vikna meðgöngu, að þessu sinni tveir ungar, þeir Músi og Houdini(svo nefndur af því hann var sífelt að finna nýjar leiðir til að brjótast út úr prísundinni). Jæja, nú vorum við allt í einu komin með 8 mýs og byrjað að vera þröng meðal músanna.

Það þurfti því ekki að koma á óvart að áflog mynduðust milli stríðandi fylkinga og Dimensia, mamman, fannst stöðu hennar eitthvað ógnað og hóf því að bíta í skott einnar stelpunar sinnar Morticia, eins konar viðvörun um að hypja sig burt(ekki var í mörg hús að vernda í innilokuðu umhverfi). Við tókum því upp á því að koma þessari litlu trítlu í ný híbýli. Það vildi svo til að þegar þetta gekk yfir var einmitt einn strákanna, Anúbis, heldur betur að komast á kynþroska og var byrjaður að „hömmpa“ allt sem hreyfðist, meðal annars litlu ósjálfbjarga unganna. Það var ekki hægt að láta slíka phetophiliu viðgangast og hringdum við því í Dagfinn og pöntuðum tíma til að láta klippa manndóminn af perranum. Allt gekk vel og kom hann til baka aðeins hálfur maður. Nú víkur sögunni aftur til Morticiu, hún þurfti nýtt heimili og var því kjörið að láta hana hugsa um bróður sinn meðan hann jafnaði sig á aðgerðinni. Allt var kyrrt og hljótt um stundir.

En og aftur fannst Dimensiu henni ógnað og í staðinn fyrir að láta hana vita af pirringi sínum með því bíta í skottið á Serentipity þá reyndi hún bara sitt besta við að reyna drepa dótturina. Ef ekki hefði verið fyrir undankomuhraðann á þessum litlu dýrum þá hefði henni kannski tekist það. Jæja, við þurftum enn nýtt heimili fyrir þessa mús. Ógerlegt reyndist að láta hana í gæludýrabúð, enda vorum við dauðhrædd við að hún fengi slæmt heimili. Við komum henni því bara fyrir í tímabundið húsnæði meðan nýtt búr var smíðað. Við vorum því komin með átta mýs í þrem búrum. Ekkert nema gott um það að segja. En svo flæktis það þegar tíst byrjuðu að heyra frá nýja húsnæði Serentipity. Einhver bræðra hennar eða faðir hafði tekist að barna músina! Fjórar nýjar mýs komnar þar. Ekki nóg með það heldur byrjaði hreiðrið hennar Dimensiu að tísta líka, hvorki meira né minna en 7 stykki á ferð þar!

Tíminn leið og unganir þroskuðust. Unganir hennar Serentipity eru follorðnir núna, við gáfum strákana hennar þrjá til gæludýrabúðarinnar Trítlu í von um að þeir myndu fá nýtt heimili. Við töldum það ekki nógu sniðugt að láta strákana vera að barna móður sína eða systur. Eins og sagt er:„When you go from a family tree to a family brush, you can't hide as much under it.“ Frekari „insesti“ innan músanna hafði því verið afstýrt. Serentipity er því núna bara með litlu stelpuna sína og una þær sér vel. Dimensia er alsæl sem drottning í nýlendunni sinni með strákunum sínum og herskara af börnum sem opnuðu augun fyrir u.þ.b. viku og hálfri síðan. Það er því ekkert smáræði af stökkmúsum í „stóra“ búrinu, 12 stykki.

Þegar allar mýsnar eru samanlagðar þá erum við með 16 mýs í íbúðinni og reglulega þarf að elta uppi þessi fráu dýr enda halda búr þeim ekkert sérstaklega vel. Ef maður ætti að lýsa þessum dýrum með þrem orðum þá væru þó tvímælalaust “clever litle buggers..”

kv,
Pétur “Mouseman”