(Þetta gerðist í ~apríl 2003..)Málið er að vinkona mín átti kanínu og ég dýrkaði hana (kanínuna)og mig langaði mjög mikið í kanínu sjálfa. Svo komst ég að því að vinur bróður míns átti 2 kanínur og þær voru búnar að eignast 5 unga…. og hann var að gefa þá og spurði hvort ég vildi ekki einn:). Þannig að ég spurði mömmu og pabba hvort ég mætti ekki fá kanínu (Lofaði að sjá um allt sjálf..ég veit um fullt af krökkum sem suða og suða um gæludýr og sjá svo ekki um þau þegar þau fá:S) En allavega mamma og pabbi leyfðu mér það allveg, þannig að ég fór til hans og fékk að halda á þeim og svoleiðis:D og svo valdi ég einn (sem er mjög erfitt því að þeir voru allir svo miklar dúllur..
Ungarnir voru hvítir með smá svart á eyrunum eins og foreldrarnir(nema einn sem var með smá svart í einum fótinum , hann var gæfastur og þess vegna valdi ég hann). Ungarnir og mamman voru í stóru búri sem hafði verið notað undir refi (sagði eigandinn allavega) en kallinn var í aðeins minni búri. Talað var um að ég fengi ungann eftir nokkrar vikur , því að hann var enþá of lítill til að fara frá mömmu sinni. Þegar ég var að skila unganum aftur í búrið til hinna þá tók ég eftir því að það var gat á búrinu (ekki stórt en samt það stórt að ungarnir komust í gegnum það) ég sagði auðvitað eigandanum frá því..og hann sagðist ætla að laga það, þannig að ég fór bara heim. En svo nokkrum dögum síðar þegar ég kom aftur til að kíkja á þá, þá tók ég eftir því að það vantaði alla ungana nema einn..og gatið var enþá! ég sagði auðvitað eigandanum frá þessu og við leituðum að þeim, en fundum þá ekki:( (Seinna frétti ég að eigandinn hefði fundið nokkra af þeim dauða daginn eftir)Og unginn sem var eftir var ekki unginn sem ég valdi:(.. svo í júní þá var boðið okkur að fá kettling gefins (annars hefði þurft að lóga honum) Og við fjölskyldan ákváðum að fá okkur einn (við áttum 11 ára læðu fyrir) Kötturinn sem varð fyrir valinu var skírður Herkúles. Hann er með ský fyrir einu auganu og í byrjun var hann mjög mjór og lítill miðað við hina og hann var smá villiköttur í sér;) t.d. hann var mjög mikið fyrir að ráðast á allt og alla,(skrifaði grein um það) en með tímanum þá varð hann mjög feitur, núna er hann farinn að róast og hann er orðinn mjög kelinn:D Samt samþykkti læðan hann aldrei. hún fór alltaf hvæsandi ef hann nálgaðist og vildi aldrei vera í sama herbergi og hann. En núna í morgun þá varð ég vitni af því að þau borðuðu úr sama dallinum , og ég varð mjög ánægð með það en svo um leið og maturinn kláraðist þá varð allt eins og áður,hún hljóp hvæsandi í burtu. Vitið þið afhverju hún gerir þetta, er hún bara öfundsjúk eða.. (ég passaði það þegar hann kom að sýna henni allveg jafn mikla athygli og klappa henni mjög mikið)
ekkert skítkast takk….